Aldrei aftur Hörður Ægisson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Núverandi peningastefna Seðlabankans er fjarri því gallalaus. Endurskoða þarf stefnuna með hliðsjón af þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri og viðvarandi viðskiptaafgangur hefur gert Ísland að fjármagnsútflytjanda. Vinna verkefnisstjórnar að undirbúningi slíkra tillagna, sem hljóta að felast einkum í bættri umgjörð um krónuna, er nú á lokametrunum. Öllum má vera ljóst að þær breytingar geta aðeins orðið að veruleika fyrir tilstilli samhentrar pólitískrar forystu. Ástæða er til að ætla að svo geti orðið með þeirri ríkisstjórn sem nú er að fæðast. Þar yrði til mikils að vinna enda um að ræða eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Þrátt fyrir nauðsyn þess að peningastefnan verði tekin til endurskoðunar þá verður ekki fram hjá því horft að trúverðugleiki hennar hefur aukist til muna síðustu ár. Með ýmsum úrbótum sem ráðist hefur verið í, ásamt innleiðingu nauðsynlegra þjóðhagsvarúðartækja, hefur peningastefnan skilað talsverðum árangri í að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Verðbólga hefur haldist lág samhliða einu lengsta samfellda hagvaxtarskeiði í lýðveldissögunni sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á því að lækka smám saman vexti. Þá hafa verðbólguvæntingar, bæði til meðallangs og langs tíma, haldist í samræmi við markmið Seðlabankans. Þótt ráðist hafi verið í nánast fulla losun hafta fyrr á árinu, sem hafði í för með sér auknar gengissveiflur, þá hafa engu að síður ekki orðið breytingar á verðbólguvæntingum fjárfesta. Spennan í þjóðarbúskapnum hefur náð hámarki. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans mun hagvöxtur helmingast í ár og verða 3,7 prósent. Þar ræður mestu aukinn innflutningur og hægari vöxtur útflutnings, einkum í ferðaþjónustunni. Sú þróun þarf ekki að koma á óvart enda ekki við því að búast að sá gríðarmikli vöxtur gæti haldið áfram með sama hætti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri benti réttilega á það í ræðu sinni á peningamálafundi Viðskiptaráðs í gær að það væri þess vegna „óumflýjanlegt og æskilegt“ að hagvöxtur væri farinn að minnka. Þótt það sé til vinsælda fallið að gera krónuna ávallt að blóraböggli þá hefur hún þar leikið lykilhlutverk. Gengishækkun gjaldmiðilsins hefur skipt sköpum í nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúsins að þeim búhnykk sem hefur fylgt uppgangi ferðaþjónustunnar. Að öðrum kosti væri meira ójafnvægi í hagkerfinu, aukin verðbólga og hærri vextir. Ný ríkisstjórn tekur við á sama tíma og efnahagsstaðan hefur aldrei verið sterkari. Því fylgja tækifæri og áskoranir. Mestu skiptir að ekki verði slakað á aga í ríkisfjármálum og að stöðugleiki verði tryggður á vinnumarkaði þar sem samið verði um hóflegar launahækkanir. Takist það er fyrst ástæða til binda vonir við að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Verði hins vegar ráðist í þau útgjaldaloforð sem ýmsir flokkar boðuðu í aðdraganda kosninga eru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar og viðskiptaafgangurinn mun meðal annars snúast í halla innan fárra ára. Einn helsti lærdómur gjaldeyris- og bankakreppunnar 2008 er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði við útlönd. Aldrei aftur má hagkerfið komast í þá stöðu að vera rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er hætta á harðri lendingu í efnahagslífinu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Núverandi peningastefna Seðlabankans er fjarri því gallalaus. Endurskoða þarf stefnuna með hliðsjón af þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri og viðvarandi viðskiptaafgangur hefur gert Ísland að fjármagnsútflytjanda. Vinna verkefnisstjórnar að undirbúningi slíkra tillagna, sem hljóta að felast einkum í bættri umgjörð um krónuna, er nú á lokametrunum. Öllum má vera ljóst að þær breytingar geta aðeins orðið að veruleika fyrir tilstilli samhentrar pólitískrar forystu. Ástæða er til að ætla að svo geti orðið með þeirri ríkisstjórn sem nú er að fæðast. Þar yrði til mikils að vinna enda um að ræða eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Þrátt fyrir nauðsyn þess að peningastefnan verði tekin til endurskoðunar þá verður ekki fram hjá því horft að trúverðugleiki hennar hefur aukist til muna síðustu ár. Með ýmsum úrbótum sem ráðist hefur verið í, ásamt innleiðingu nauðsynlegra þjóðhagsvarúðartækja, hefur peningastefnan skilað talsverðum árangri í að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Verðbólga hefur haldist lág samhliða einu lengsta samfellda hagvaxtarskeiði í lýðveldissögunni sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á því að lækka smám saman vexti. Þá hafa verðbólguvæntingar, bæði til meðallangs og langs tíma, haldist í samræmi við markmið Seðlabankans. Þótt ráðist hafi verið í nánast fulla losun hafta fyrr á árinu, sem hafði í för með sér auknar gengissveiflur, þá hafa engu að síður ekki orðið breytingar á verðbólguvæntingum fjárfesta. Spennan í þjóðarbúskapnum hefur náð hámarki. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans mun hagvöxtur helmingast í ár og verða 3,7 prósent. Þar ræður mestu aukinn innflutningur og hægari vöxtur útflutnings, einkum í ferðaþjónustunni. Sú þróun þarf ekki að koma á óvart enda ekki við því að búast að sá gríðarmikli vöxtur gæti haldið áfram með sama hætti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri benti réttilega á það í ræðu sinni á peningamálafundi Viðskiptaráðs í gær að það væri þess vegna „óumflýjanlegt og æskilegt“ að hagvöxtur væri farinn að minnka. Þótt það sé til vinsælda fallið að gera krónuna ávallt að blóraböggli þá hefur hún þar leikið lykilhlutverk. Gengishækkun gjaldmiðilsins hefur skipt sköpum í nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúsins að þeim búhnykk sem hefur fylgt uppgangi ferðaþjónustunnar. Að öðrum kosti væri meira ójafnvægi í hagkerfinu, aukin verðbólga og hærri vextir. Ný ríkisstjórn tekur við á sama tíma og efnahagsstaðan hefur aldrei verið sterkari. Því fylgja tækifæri og áskoranir. Mestu skiptir að ekki verði slakað á aga í ríkisfjármálum og að stöðugleiki verði tryggður á vinnumarkaði þar sem samið verði um hóflegar launahækkanir. Takist það er fyrst ástæða til binda vonir við að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Verði hins vegar ráðist í þau útgjaldaloforð sem ýmsir flokkar boðuðu í aðdraganda kosninga eru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar og viðskiptaafgangurinn mun meðal annars snúast í halla innan fárra ára. Einn helsti lærdómur gjaldeyris- og bankakreppunnar 2008 er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði við útlönd. Aldrei aftur má hagkerfið komast í þá stöðu að vera rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er hætta á harðri lendingu í efnahagslífinu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun