Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2017 13:29 Carola, Zara Larsson og Robyn skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Getty 1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni. Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni.
Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10