Gerði aðventukrans í stíl við bílinn Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:00 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri í Blómavali að kanna hráefni í næsta aðventukrans. Visir/Antonbrink Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“ Föndur Jól Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“
Föndur Jól Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira