Arna Ýr sýndi búninginn, sem er auðvitað ekki hin einni sanni þjóðbúningur Íslands, á Instagram-síðu hennar í gær. Búningurinn er glæsilegur víkingabúningur sem á að vera óður til sterkra víkingakvenna.
Allir þáttakendur í Miss Universe sýndu „þjóðbúning“ sinna landa í gær og var Arna Ýr glæsileg á sviðinu.
„Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið.
Sjá má Örnu Ýr á sviðinu í myndbandinu hér fyrir neðan en Arna Ýr gengur á sviðið þegar 29 mínútur er liðnar af myndbandinu.