Bankabylting Hörður Ægisson skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Eitt af því fáa jákvæða við nýafstaðna kosningabaráttu var sú pólitíska samstaða sem virtist vera um mikilvægi þess að losað verði um hið mikla eigið fé í bönkunum með sérstökum arðgreiðslum til ríkissjóðs og því ráðstafað með skynsamlegri hætti fyrir hönd skattgreiðenda. Fram til þessa hafa fáir stjórnmálamenn gert sér grein fyrir þeim fórnarkostnaði og áhættu sem felst í því fyrir ríkið að vera með fjármuni sem nema um 20 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Orðræða stjórnmálamanna hefur hverfst um merkingarlausa frasa um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi og fráleitar hugmyndir um að ríkið reki samfélagsbanka. Á sama tíma þá standa bankarnir frammi fyrir gerbreyttu samkeppnisumhverfi á komandi árum. Breytingar á löggjöf um greiðsluþjónustu og tilkoma nýrra fjártæknilausna og viðskiptamódela þýðir að bankaþjónusta eins og við þekkjum hana í dag mun taka stakkaskiptum. Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu minnkað um fjórðung. Íslensku bankarnir eru afar misvel í stakk búnir til að mæta þessari áskorun en tekjur af viðskiptabankastarfsemi standa undir um 90 prósentum af heildartekjum þeirra. Í umfjöllun Markaðarins í vikunni líkti Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, þessum breytingum við það þegar evrópski fjarskiptamarkaðurinn opnaðist á tíunda áratug síðustu aldar. Þá dróst markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafélaganna víðast hvar saman um helming og verð til neytenda stórlækkaði. Opnun fjármálamarkaðarins, sem mun fjölga leikendum í greiðslumiðlun, ætti að leiða til sambærilegrar þróunar. Sú bylting sem er í farvatninu á fjármálamarkaði er ekki hvað síst áhugaverð – og um leið áhyggjuefni – fyrir þær sakir að bankakerfið hér á landi er meira og minna allt í eigu ríkisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur bent á þau augljósu sannindi að ríkið sé ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þessar grundvallarbreytingar sem undirstriki hversu „mjög varhugavert“ það sé að binda fjármuni skattgreiðenda í bankarekstri. „Það er dálítil skammsýni að álíta að bankarnir þrír geti haldið áfram að hagnast nær fyrirhafnarlaust og þeir séu örugg eign fyrir ríkið. Bankarnir eru ekki einhver peningavél sem getur skilað hagnaði eins og ekkert sé og ég áleit að hrunið 2008 hefði fært heim sanninn um það.“ Hér er engu orði ofaukið. Sumir stjórnmálaflokkar eru hins vegar þeirrar skoðunar að það sé réttast að ríkið reyni að leysa til sín þriðja bankann og fari síðan fyrir „endurskipulagningu á fjármálakerfinu“. Afar óljóst er hvað þar nákvæmlega er átt við en það má efast stórlega um að ríkið sé rétti aðilinn til að fara fyrir breytingum í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Til þess þarf virka eigendur með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta í rekstri bankanna. Hefjast á þess vegna strax handa við að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum núna þegar útlit er fyrir gerbreytt samkeppnisumhverfi í fjármálaþjónustu – að öðrum kosti er hætta á því að þau verðmæti sem ríkið er með í höndunum rýrni verulega í nálægri framtíð. Fátt bendir til að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum hafi á þessu mikinn skilning. Og að lokum verða það skattgreiðendur sem munu bera kostnaðinn vegna skammsýni og vanþekkingar stjórnmálamanna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Eitt af því fáa jákvæða við nýafstaðna kosningabaráttu var sú pólitíska samstaða sem virtist vera um mikilvægi þess að losað verði um hið mikla eigið fé í bönkunum með sérstökum arðgreiðslum til ríkissjóðs og því ráðstafað með skynsamlegri hætti fyrir hönd skattgreiðenda. Fram til þessa hafa fáir stjórnmálamenn gert sér grein fyrir þeim fórnarkostnaði og áhættu sem felst í því fyrir ríkið að vera með fjármuni sem nema um 20 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Orðræða stjórnmálamanna hefur hverfst um merkingarlausa frasa um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi og fráleitar hugmyndir um að ríkið reki samfélagsbanka. Á sama tíma þá standa bankarnir frammi fyrir gerbreyttu samkeppnisumhverfi á komandi árum. Breytingar á löggjöf um greiðsluþjónustu og tilkoma nýrra fjártæknilausna og viðskiptamódela þýðir að bankaþjónusta eins og við þekkjum hana í dag mun taka stakkaskiptum. Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu minnkað um fjórðung. Íslensku bankarnir eru afar misvel í stakk búnir til að mæta þessari áskorun en tekjur af viðskiptabankastarfsemi standa undir um 90 prósentum af heildartekjum þeirra. Í umfjöllun Markaðarins í vikunni líkti Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, þessum breytingum við það þegar evrópski fjarskiptamarkaðurinn opnaðist á tíunda áratug síðustu aldar. Þá dróst markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafélaganna víðast hvar saman um helming og verð til neytenda stórlækkaði. Opnun fjármálamarkaðarins, sem mun fjölga leikendum í greiðslumiðlun, ætti að leiða til sambærilegrar þróunar. Sú bylting sem er í farvatninu á fjármálamarkaði er ekki hvað síst áhugaverð – og um leið áhyggjuefni – fyrir þær sakir að bankakerfið hér á landi er meira og minna allt í eigu ríkisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur bent á þau augljósu sannindi að ríkið sé ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þessar grundvallarbreytingar sem undirstriki hversu „mjög varhugavert“ það sé að binda fjármuni skattgreiðenda í bankarekstri. „Það er dálítil skammsýni að álíta að bankarnir þrír geti haldið áfram að hagnast nær fyrirhafnarlaust og þeir séu örugg eign fyrir ríkið. Bankarnir eru ekki einhver peningavél sem getur skilað hagnaði eins og ekkert sé og ég áleit að hrunið 2008 hefði fært heim sanninn um það.“ Hér er engu orði ofaukið. Sumir stjórnmálaflokkar eru hins vegar þeirrar skoðunar að það sé réttast að ríkið reyni að leysa til sín þriðja bankann og fari síðan fyrir „endurskipulagningu á fjármálakerfinu“. Afar óljóst er hvað þar nákvæmlega er átt við en það má efast stórlega um að ríkið sé rétti aðilinn til að fara fyrir breytingum í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Til þess þarf virka eigendur með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta í rekstri bankanna. Hefjast á þess vegna strax handa við að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum núna þegar útlit er fyrir gerbreytt samkeppnisumhverfi í fjármálaþjónustu – að öðrum kosti er hætta á því að þau verðmæti sem ríkið er með í höndunum rýrni verulega í nálægri framtíð. Fátt bendir til að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum hafi á þessu mikinn skilning. Og að lokum verða það skattgreiðendur sem munu bera kostnaðinn vegna skammsýni og vanþekkingar stjórnmálamanna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun