Miklu fleiri stjörnur en tvær hjá Megasi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2017 15:15 Ragnheiður og Sigríður mættar á sviðið til að syngja A time goes by ásamt Megasi og fríðu föruneyti. Vísir/Kolbeinn Tumi Sjokkið var töluvert þegar ég rölti upp Hverfisgötuna í gærkvöldi á leið á fyrsta í Airwaves, hjá mér allavega. Klukkan var ekki nema 21 og röðin í Þjóðleikhúsið náði niður Hverfisgötuna og langt inn Ingólfsstrætið. Vonin um að komast á Megas varð rosalega lítil en dagskráin í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi var frábær. Emiliana Torrini, Benjamin Clementine og svo Megas. Eftir rölt á milli staða þar sem ég var aftur kominn í Hafnarhúsið að hlusta á Emmsjé Gauta, mögulega í ellefta skiptið sem er jafnoft og kappinn hefur komið fram á Airwaves, ákvað ég að gefa Þjóðleikhúsröðinni séns, með pressupassann að vopni. Ekki af því að Emmsjé Gauti sé ekki málið, hann er frábær. Gauti á eftir að koma fram á ellefu Airwaves í viðbót en líkurnar á að Megas troði aftur upp á hátíðinni eru öllu minni. Og viti menn, röðin var orðin miklu styttri. Þökk sé pressupassanum náði ég líka stærstum hluta Benjamin Clementine sem bauð upp á frábæra tónleika. Ég var samt ekki kominn til að pæla í honum. Megas var markmið kvöldsins.Guðni Th. Jóhannesson virtist skemmta sér afar vel á tónleikunum. Hér rýnir hann í miðann sinn í leit að rétta sætinu.Vísir/Kolbeinn TumiForsetinn í lopanum Ég hafði sagt skilið við félagana sem deildu ekki áhuga mínum á tónleikum Megasar og mætti einn míns liðs í leikhúsið. Það er alltaf skrýtið að vera einn á ferð, hvort sem er í bíó eða tónleika. Ég skemmti mér reyndar konunglega á „Don’t tell mom the babysitter’s dead“ í kringum tíu ára aldurinn, einn í Regnboganum á sunnudegi. Sömuleiðis þegar stakir miðar á Roger Waters og The Police buðust mér eitt sinn á síðustu stundu. Og þarna var ég mættur, on a mission, að sjá Megas í öllu sínu veldi. Tónleikar með kappanum eru ekki á hverju strái, ekki í seinni tíð að minnsta kosti. Ég man eftir tónleikum á sal í MR fyrir sextán árum, mínum fyrstu og líklega einu þar til í gærkvöldi. Þá fannst mér listamaðurinn orðinn ansi gamall, þá 56 ára. Eðli málsins samkvæmt hefur hann ekki yngst. Líklega höfðu margir gefist upp þegar þeir sáu röðina fyrr um kvöldið. Vinkona mín og kærasti hennar höfðu beðið í tvo tíma í röð til að sjá Megas og voru á meðal þeirra fyrstu sem gengu inn í svo til tóman salinn eftir að Benjamin Clementine var búinn. Næstur kom forsetinn Guðni Th. Jóhannesson ásamt vini. Forsetinn var klæddur í fallega lopapeysu, eins og ég, sem friðaði samvisku mína varðandi fataval mitt þetta kvöld. Búinn að leggja blessun sína á formlegar viðræður stjórnarandstöðuflokkanna og ætlaði að eiga notalega kvöldstund í leikhúsinu. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar klædd í fagurrauðan kjól, sat við hlið hans en maður hennar, Grímur Atlason, er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Vafalítið annasamir dagar hjá Grími og ekki ónýtt að geta treyst á félagsskap forseta Íslands í staðinn. Þótt ég geti ekki fullyrt það held ég að þau Guðni og Helga Vala hafi látið umræður um pólitík mæta afgangi á fimmta bekk Þjóðleikhússins, bæði spennt fyrir tónleikunum. Ótrúlegt en satt var salurinn ekki orðinn fullur þegar klukkan sló 23:40, þegar tónleikarnir áttu að hefjast. Skáldið, sem nú er 72 ára, stóð á sviðinu síðustu mínúturnar á meðan verið var að gera allt klárt. Hann naut svo aðstoðar við að koma sér fyrir á rauðum barstól á sviðinu, með hljóðnemann einan að vopni, fremstur í flokki um fimmtíu manns á sviðinu. Klæddur í græna skyrtu og fallegan grænan jakka. Þá gat ballið byrjað.Bryndís Halla Gylfadóttir fór á kostum í sellóleik sínum en Þórður Magnússon, eiginmaður hennar, útsetti lögin. Þórður er sonur Megasar.Vísir/VilhelmFjölskyldustemning „Ef ég fengi staðfest að hann ætlaði að taka Tvær stjörnur myndi ég pottþétt mæta,“ sagði einn vinur vinar í Hafnarhúsinu þegar dagskrá kvöldsins var til umræðu. Eins gott að hann tók ekki sénsinn því það var ekki boðið upp á Tvær stjörnur þótt mikill stjörnufans hafi verið í leikhúsinu. Og tónleikarnir geggjaðir, svo það sé bara sagt strax. Sem má þakka Megasi og hans lögum en ekki síður frábærum útsetningum Þórðar Magnússonar, sonar Megasar, á lögunum.Tvær stjörnur er líklega þekktasta lag Megasar og besta íslenska ástarlagið að mati álitsgjafa Vísis.Guðmundur Pétursson gítarleikari stýrði gangi mála frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Hann fór fyrir hópi rokkkvartetts auk þess sem Megas fylgdist stöðugt með honum til að vera viss um hvenær hann ætti að koma inn, hvenær næsta erindi hæfist. Á hinum enda sviðsins hélt Sigrún Eðvaldsdóttir um fiðlubogann í kvartett klassísku hljóðfæraleikaranna. Þar mátti einnig finna Bryndísi Höllu Gylfadóttur, eiginkonu Þórðar og þar með tengdadóttur Megasar. Sannkölluð fjölskyldustemning. Þá er ónefndur um þrjátíu manna sameinaður Kammerkór Suðurlands og MÍT kórinn undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Öllu til tjaldað og útkoman eftir því.Parið Guðmundur Pétursson og Ragnheiður Gröndal voru í aðalhlutverkum í gærkvöldi.Vísir/StefánLögin úr ýmsum áttum Þrátt fyrir mikinn áhuga á tónleikunum er ekki eins og ég hafi stúderað Megas mikið í gegnum tíðina. Þekki hans frægustu lög, sem nokkur fengu að hljóma í gær en auðvitað voru mörg sem ekki komust að á rúmlega klukkustundartónleikum. Raunar var að minnsta kosti hinn almenni aðdáandi Megasar að heyra sum lögin í fyrsta skipti, í það minnsta í útsetningum Þórðar. Sum eru vel þekkt, önnur minna þótt þau hafi verið gefin út og svo nokkur sem hafa líklega ekki ratað á neinar plötur - enn sem komið er. Lagalistann má sjá hér að neðan (söngvarar innan sviga)Dufl(S)áttum náðA time goes by (Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius)UpprisubúðirOrfeus og Evridís (Sigríður Thorlacius)Ertu ekki að grínast?SakamálÓrannsakanlegirSpáðu í mig (Ragnheiður Gröndal)Pæklaðar plómur (Didda)Bíllinn minnSkutullinn (Unnsteinn Manúel)Litlir sætir strákarKrókódílamaðurinn (Unnur Sara Eldjárn, María Viktoría Einarsdóttir, Bjarni töframaður Baldvinsson)Á barnumBeri beriErfðaskrá (Kammerkór Suðurlands og MÍT kórinn)Magnús Þór Jónsson hefur samið og sungið margan slagarann í gegnum tíðina.Vísir/Anton BrinkMikil virðing fyrir meistaranum Megas flutti um helming laganna sjálfur og gerði á sinn einstaka hátt. Önnur lög söng hann ýmist með listamönnum eða sat á stólnum fremst á sviðinu og hlustaði á aðra söngvara flytja lögin. Útsetningar Þórðar voru fjörugar og skemmtilegar þar sem hljóðfæraleikararnir nutu sín, bæði þeir rokkuðu og klassísku. Ýmist fór lítið fyrir kórnum sem styrkti flutninginn í heild sinni en stundum fékk kórinn að eiga sviðið og greip tækifærið í hvert skipti. Að sitja í fallegu sætunum á stóra sviðinu í Þjóðleikhúinu og hlusta á goðsögnina var upplifun útaf fyrir sig. Það hefði ansi margt þurft að fara úrskeiðis til að maður hefði ekki notið kvöldstundarinnar. Virðingin úr salnum fyrir listamanninum var augljóslega afar mikil og ekki síður af sviðinu. Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius sungu eitt lag saman með Megasi og svo hvort sitt sóló. Flutningur Ragnheiðar á Spáðu í mig var afar fallegur, innlifunin og túlkunin mikil á lagi sem svo til hvert mannsbarn á Íslandi hefur heyrt.Útgáfa Gylfa Ægissonar og Megasar á slagaranum um árið var ótrúlegt en satt allt öðruvísi.Didda (Sigurlaug Jónsdóttir) fór á kostum í flutningi sínum á Pækluðum plómum, einu af þekktari lögum Megasar þetta kvöld. Sömu sögu má segja um Unni Söru og Maríu Viktoríu í flutningi á Krókódílamanninum þar sem Bjarni Baldvinsson, töframaður með meiru, vann leiksigur.Unnstein Manuel gaf sig allan í lagið Skutulinn, stutt en flott lag.Vísir/Kolbeinn TumiAnnað Airwaves tækifæri Unnsteinn Manuel flutti hið stutta lag Skutulinn af miklum myndarbrag og það ætti ekki að koma neinum á óvart að Sigga Thorlacius negldi Orfeus og Evridís. Og Megas var Megas. Hann sat yfirvegaður á háa barstólnum og söng sín lög. Tónleikagestir, sem flestir voru í eldri kantinum og væntanlega allir nema þrír íslenskir, sveifluðu ýmist höfði í takt við tónlistina eða leyfðu sér að loka augunum og njóta. Þegar síðasta laginu var lokið, Beri beri, reis fólk úr sætum og klappaði. Einn vildi fá að heyra Megas syngja um Blómalandið en það var ekki á dagskrá. Megas var búinn en kórinn átti eftir að syngja síðustu orðin, Erfðaskrána.Að neðan má heyra hið fallega lag sem óskað var eftir á tónleikunum.Vafalítið eru margir sem gráta að hafa misst af „Meistara Megasi“ í gærkvöldi en ekki er öll von úti. Allt öðruvísi tónleikar, off venue, verða með skáldinu á Kex Hostel klukkan 13 á laugardag. Handan við hornið eru svo tónleikar í Gamla bíó í desember en nánar um þá síðar.Fram komuStrengjakvartett Sigrún Eðvaldsdóttir Vera Panitch Daniel Schmitt Bryndís Halla GylfadóttirHrynband Guðmundur Pétursson Úlfur Eldjárn Davíð Þór Jónsson Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (Valdi Kolli) Magnús Trygvason EliassenGestasöngvarar Sigríður Thorlacius Ragnheiður Gröndal Unnsteinn Manuel Stefánsson María Viktoría Einarsdóttir Unnur Sara EldjárnKórar Kammerkór Suðurlands MÍT kórinn Stjórnandi, Hilmar Örn Agnarsson Airwaves Tengdar fréttir Viðtal við Megas: Eins og hver annar iðnaðarmaður Tónleikar Megasar í Háskólabíói eru stærsta innlenda atriðið á Listahátíð í ár. Megas ræddi við Kolbein Óttarsson Proppé um tónleikana, tíundastökk og lögin sem koma úr djúpinu og eru honum vörn gegn krabbameini í hugsun en verða svo öðrum brúkshlutir. 23. maí 2010 08:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sjokkið var töluvert þegar ég rölti upp Hverfisgötuna í gærkvöldi á leið á fyrsta í Airwaves, hjá mér allavega. Klukkan var ekki nema 21 og röðin í Þjóðleikhúsið náði niður Hverfisgötuna og langt inn Ingólfsstrætið. Vonin um að komast á Megas varð rosalega lítil en dagskráin í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi var frábær. Emiliana Torrini, Benjamin Clementine og svo Megas. Eftir rölt á milli staða þar sem ég var aftur kominn í Hafnarhúsið að hlusta á Emmsjé Gauta, mögulega í ellefta skiptið sem er jafnoft og kappinn hefur komið fram á Airwaves, ákvað ég að gefa Þjóðleikhúsröðinni séns, með pressupassann að vopni. Ekki af því að Emmsjé Gauti sé ekki málið, hann er frábær. Gauti á eftir að koma fram á ellefu Airwaves í viðbót en líkurnar á að Megas troði aftur upp á hátíðinni eru öllu minni. Og viti menn, röðin var orðin miklu styttri. Þökk sé pressupassanum náði ég líka stærstum hluta Benjamin Clementine sem bauð upp á frábæra tónleika. Ég var samt ekki kominn til að pæla í honum. Megas var markmið kvöldsins.Guðni Th. Jóhannesson virtist skemmta sér afar vel á tónleikunum. Hér rýnir hann í miðann sinn í leit að rétta sætinu.Vísir/Kolbeinn TumiForsetinn í lopanum Ég hafði sagt skilið við félagana sem deildu ekki áhuga mínum á tónleikum Megasar og mætti einn míns liðs í leikhúsið. Það er alltaf skrýtið að vera einn á ferð, hvort sem er í bíó eða tónleika. Ég skemmti mér reyndar konunglega á „Don’t tell mom the babysitter’s dead“ í kringum tíu ára aldurinn, einn í Regnboganum á sunnudegi. Sömuleiðis þegar stakir miðar á Roger Waters og The Police buðust mér eitt sinn á síðustu stundu. Og þarna var ég mættur, on a mission, að sjá Megas í öllu sínu veldi. Tónleikar með kappanum eru ekki á hverju strái, ekki í seinni tíð að minnsta kosti. Ég man eftir tónleikum á sal í MR fyrir sextán árum, mínum fyrstu og líklega einu þar til í gærkvöldi. Þá fannst mér listamaðurinn orðinn ansi gamall, þá 56 ára. Eðli málsins samkvæmt hefur hann ekki yngst. Líklega höfðu margir gefist upp þegar þeir sáu röðina fyrr um kvöldið. Vinkona mín og kærasti hennar höfðu beðið í tvo tíma í röð til að sjá Megas og voru á meðal þeirra fyrstu sem gengu inn í svo til tóman salinn eftir að Benjamin Clementine var búinn. Næstur kom forsetinn Guðni Th. Jóhannesson ásamt vini. Forsetinn var klæddur í fallega lopapeysu, eins og ég, sem friðaði samvisku mína varðandi fataval mitt þetta kvöld. Búinn að leggja blessun sína á formlegar viðræður stjórnarandstöðuflokkanna og ætlaði að eiga notalega kvöldstund í leikhúsinu. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar klædd í fagurrauðan kjól, sat við hlið hans en maður hennar, Grímur Atlason, er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Vafalítið annasamir dagar hjá Grími og ekki ónýtt að geta treyst á félagsskap forseta Íslands í staðinn. Þótt ég geti ekki fullyrt það held ég að þau Guðni og Helga Vala hafi látið umræður um pólitík mæta afgangi á fimmta bekk Þjóðleikhússins, bæði spennt fyrir tónleikunum. Ótrúlegt en satt var salurinn ekki orðinn fullur þegar klukkan sló 23:40, þegar tónleikarnir áttu að hefjast. Skáldið, sem nú er 72 ára, stóð á sviðinu síðustu mínúturnar á meðan verið var að gera allt klárt. Hann naut svo aðstoðar við að koma sér fyrir á rauðum barstól á sviðinu, með hljóðnemann einan að vopni, fremstur í flokki um fimmtíu manns á sviðinu. Klæddur í græna skyrtu og fallegan grænan jakka. Þá gat ballið byrjað.Bryndís Halla Gylfadóttir fór á kostum í sellóleik sínum en Þórður Magnússon, eiginmaður hennar, útsetti lögin. Þórður er sonur Megasar.Vísir/VilhelmFjölskyldustemning „Ef ég fengi staðfest að hann ætlaði að taka Tvær stjörnur myndi ég pottþétt mæta,“ sagði einn vinur vinar í Hafnarhúsinu þegar dagskrá kvöldsins var til umræðu. Eins gott að hann tók ekki sénsinn því það var ekki boðið upp á Tvær stjörnur þótt mikill stjörnufans hafi verið í leikhúsinu. Og tónleikarnir geggjaðir, svo það sé bara sagt strax. Sem má þakka Megasi og hans lögum en ekki síður frábærum útsetningum Þórðar Magnússonar, sonar Megasar, á lögunum.Tvær stjörnur er líklega þekktasta lag Megasar og besta íslenska ástarlagið að mati álitsgjafa Vísis.Guðmundur Pétursson gítarleikari stýrði gangi mála frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Hann fór fyrir hópi rokkkvartetts auk þess sem Megas fylgdist stöðugt með honum til að vera viss um hvenær hann ætti að koma inn, hvenær næsta erindi hæfist. Á hinum enda sviðsins hélt Sigrún Eðvaldsdóttir um fiðlubogann í kvartett klassísku hljóðfæraleikaranna. Þar mátti einnig finna Bryndísi Höllu Gylfadóttur, eiginkonu Þórðar og þar með tengdadóttur Megasar. Sannkölluð fjölskyldustemning. Þá er ónefndur um þrjátíu manna sameinaður Kammerkór Suðurlands og MÍT kórinn undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Öllu til tjaldað og útkoman eftir því.Parið Guðmundur Pétursson og Ragnheiður Gröndal voru í aðalhlutverkum í gærkvöldi.Vísir/StefánLögin úr ýmsum áttum Þrátt fyrir mikinn áhuga á tónleikunum er ekki eins og ég hafi stúderað Megas mikið í gegnum tíðina. Þekki hans frægustu lög, sem nokkur fengu að hljóma í gær en auðvitað voru mörg sem ekki komust að á rúmlega klukkustundartónleikum. Raunar var að minnsta kosti hinn almenni aðdáandi Megasar að heyra sum lögin í fyrsta skipti, í það minnsta í útsetningum Þórðar. Sum eru vel þekkt, önnur minna þótt þau hafi verið gefin út og svo nokkur sem hafa líklega ekki ratað á neinar plötur - enn sem komið er. Lagalistann má sjá hér að neðan (söngvarar innan sviga)Dufl(S)áttum náðA time goes by (Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius)UpprisubúðirOrfeus og Evridís (Sigríður Thorlacius)Ertu ekki að grínast?SakamálÓrannsakanlegirSpáðu í mig (Ragnheiður Gröndal)Pæklaðar plómur (Didda)Bíllinn minnSkutullinn (Unnsteinn Manúel)Litlir sætir strákarKrókódílamaðurinn (Unnur Sara Eldjárn, María Viktoría Einarsdóttir, Bjarni töframaður Baldvinsson)Á barnumBeri beriErfðaskrá (Kammerkór Suðurlands og MÍT kórinn)Magnús Þór Jónsson hefur samið og sungið margan slagarann í gegnum tíðina.Vísir/Anton BrinkMikil virðing fyrir meistaranum Megas flutti um helming laganna sjálfur og gerði á sinn einstaka hátt. Önnur lög söng hann ýmist með listamönnum eða sat á stólnum fremst á sviðinu og hlustaði á aðra söngvara flytja lögin. Útsetningar Þórðar voru fjörugar og skemmtilegar þar sem hljóðfæraleikararnir nutu sín, bæði þeir rokkuðu og klassísku. Ýmist fór lítið fyrir kórnum sem styrkti flutninginn í heild sinni en stundum fékk kórinn að eiga sviðið og greip tækifærið í hvert skipti. Að sitja í fallegu sætunum á stóra sviðinu í Þjóðleikhúinu og hlusta á goðsögnina var upplifun útaf fyrir sig. Það hefði ansi margt þurft að fara úrskeiðis til að maður hefði ekki notið kvöldstundarinnar. Virðingin úr salnum fyrir listamanninum var augljóslega afar mikil og ekki síður af sviðinu. Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius sungu eitt lag saman með Megasi og svo hvort sitt sóló. Flutningur Ragnheiðar á Spáðu í mig var afar fallegur, innlifunin og túlkunin mikil á lagi sem svo til hvert mannsbarn á Íslandi hefur heyrt.Útgáfa Gylfa Ægissonar og Megasar á slagaranum um árið var ótrúlegt en satt allt öðruvísi.Didda (Sigurlaug Jónsdóttir) fór á kostum í flutningi sínum á Pækluðum plómum, einu af þekktari lögum Megasar þetta kvöld. Sömu sögu má segja um Unni Söru og Maríu Viktoríu í flutningi á Krókódílamanninum þar sem Bjarni Baldvinsson, töframaður með meiru, vann leiksigur.Unnstein Manuel gaf sig allan í lagið Skutulinn, stutt en flott lag.Vísir/Kolbeinn TumiAnnað Airwaves tækifæri Unnsteinn Manuel flutti hið stutta lag Skutulinn af miklum myndarbrag og það ætti ekki að koma neinum á óvart að Sigga Thorlacius negldi Orfeus og Evridís. Og Megas var Megas. Hann sat yfirvegaður á háa barstólnum og söng sín lög. Tónleikagestir, sem flestir voru í eldri kantinum og væntanlega allir nema þrír íslenskir, sveifluðu ýmist höfði í takt við tónlistina eða leyfðu sér að loka augunum og njóta. Þegar síðasta laginu var lokið, Beri beri, reis fólk úr sætum og klappaði. Einn vildi fá að heyra Megas syngja um Blómalandið en það var ekki á dagskrá. Megas var búinn en kórinn átti eftir að syngja síðustu orðin, Erfðaskrána.Að neðan má heyra hið fallega lag sem óskað var eftir á tónleikunum.Vafalítið eru margir sem gráta að hafa misst af „Meistara Megasi“ í gærkvöldi en ekki er öll von úti. Allt öðruvísi tónleikar, off venue, verða með skáldinu á Kex Hostel klukkan 13 á laugardag. Handan við hornið eru svo tónleikar í Gamla bíó í desember en nánar um þá síðar.Fram komuStrengjakvartett Sigrún Eðvaldsdóttir Vera Panitch Daniel Schmitt Bryndís Halla GylfadóttirHrynband Guðmundur Pétursson Úlfur Eldjárn Davíð Þór Jónsson Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (Valdi Kolli) Magnús Trygvason EliassenGestasöngvarar Sigríður Thorlacius Ragnheiður Gröndal Unnsteinn Manuel Stefánsson María Viktoría Einarsdóttir Unnur Sara EldjárnKórar Kammerkór Suðurlands MÍT kórinn Stjórnandi, Hilmar Örn Agnarsson
Airwaves Tengdar fréttir Viðtal við Megas: Eins og hver annar iðnaðarmaður Tónleikar Megasar í Háskólabíói eru stærsta innlenda atriðið á Listahátíð í ár. Megas ræddi við Kolbein Óttarsson Proppé um tónleikana, tíundastökk og lögin sem koma úr djúpinu og eru honum vörn gegn krabbameini í hugsun en verða svo öðrum brúkshlutir. 23. maí 2010 08:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Viðtal við Megas: Eins og hver annar iðnaðarmaður Tónleikar Megasar í Háskólabíói eru stærsta innlenda atriðið á Listahátíð í ár. Megas ræddi við Kolbein Óttarsson Proppé um tónleikana, tíundastökk og lögin sem koma úr djúpinu og eru honum vörn gegn krabbameini í hugsun en verða svo öðrum brúkshlutir. 23. maí 2010 08:00