Ef þú hefur áhyggjur af því að þessi grein muni spilla fyrir áhorfi þínu þegar þú loksins sérð myndina, þá máttu endilega láta staðar numið hér.
Mashable segir frá því að kenningarnar um fleiri en einn Jedi-riddari lifi samt sem áður góðu lífi. Í einni þeirra er því haldið fram að Rey, leikin af Daisy Ridley, verði Jedi-riddari í þessari mynd. Mashable bendir þó að það hafi heldur molnað undan þeirri kenningu þegar það var gefið til kynna í einni af stiklunum að Rey myndi jafnvel hallast að dökku hlið Máttarins.
Á Reddit-þræðinum er bent á að Finn hafi borið Stormsveitarnúmerið FN-2187. Það númer sé mögulega vísun í myndina 21-87 sem veitti leikstjóranum George Lucas, guðföður Stjörnustríðsmyndana, innblástur þegar kom að því að skapa Stjörnustríðsheiminn.
Þess vegna er því haldið fram að Finn gæti verið Jedi-riddari en John Boyega sjálfur er ekki sammála því.
„Það eru fjöldi sterkra karaktera í Stjörnustríðsheiminum sem geta barist við Jedi og þurfa ekki endilega að vera Jedi-riddarar til að gera það,“ sagði Boyega við Digital Spy þegar hann var spurður hvort hann væri ekki til í að leika Jedi-riddara.
„Ég held að það væri áhugaverðara ef það væru fleiri en einn Jedi-riddarar. En þetta er ein af óskrifuðu reglunum í Stjörnustríðinu. Það er alltaf bara einn sem þarf að fara í burtu og æfa sig,“ sagði Boyega enn fremur.
Í þríleiknum sem sagði frá baráttu Luke Skywalker og félaga við hið illa, A New Hope, Empire Strikes Back og Return of the Jedi, hafi aðeins Obi-Wan Kenobe, Yoda og Luke verið Jedi-riddarar.
Hvað sem gerist vita þó fáir, og mun þetta eflaust bara koma í ljós þegar myndin verður loksins sýnd í kvikmyndahúsum í desember næstkomandi.