Lucasfilm og Disney tilkynntu þennan nýja þríleik í dag og munu áhorfendur fá að kynnast nýjum sögupersónum frá framandi slóðum innan Star Wars stjörnuþokunnar.
Myndin Star Wars: The Last Jedi verður frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs þann 15. desember næstkomandi og næsta mynd á eftir ári síðar. Ekki er vitað hvenær þessi nýi þríleikur verður framleiddur eða frumsýndur. Væntanlega verður fyrsta myndin ekki sýnd fyrr en árið 2020 eða seinna.
Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni Star Wars: The Last Jedi.