Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2017 14:15 Ása Nishanthi Magnúsdóttir fór út til Sri Lanka ásamt Sigrúnu Ósk. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Leitin að upprunanum Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Leitin að upprunanum Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira