Bíó og sjónvarp

Hætta framleiðslu House of Cards

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjötta og síðasta serían af House of Cards verðu sýnd á næsta ári.
Sjötta og síðasta serían af House of Cards verðu sýnd á næsta ári. Vísir/Getty

Sjötta serían af House of Cards þáttaröðinni verður sú síðasta. Greint er frá þessu á vef Variety. Fimmta serían var frumsýnd á Netflix í maí síðastliðnum.



Framleiðslan á sjöttu seríunni hefur verið í fullum gangi og verður hún væntanlega frumsýnd á næsta ári.



Fregnir af því að þetta verði síðasta þáttaröðinni koma í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Sá er leikarinn Anthony Rapp sem leikur í þáttunum Star TrekDiscovery.



Spacey bað Rapp afsökunar opinberlega í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter. Í yfirlýsingunni sagðist Spacey ekki muna eftir þessu atviki og tilkynnti hann um leið að hann væri kominn út úr skápnum og ætlaði framvegis að lifa sem samkynhneigður maður opinberlega.



Spacey var harðlega gagnrýndur fyrir þetta framferði og sakaður um að beina athygli frá ásökunum Rapp með því að koma út úr skápnum.



House of Cards er eitt af flaggskipum streymisveitunnar Netflix. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd árið 2013 og kom streymisveitunni á kortið sem framleiðanda gæða sjónvarpsefnis en hún hefur verið tilnefnd til 53 Emmy-verðlauna.



Í þáttaröðinni leikur Spacey Frank Underwood, lævísan þingmann sem beitir klækjum til að verða forseti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.