Yfirgefur Burberry eftir 17 ár Ritstjórn skrifar 31. október 2017 11:15 Christopher Bailey á góðri stundu. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn og listræni stjórnandinn Christopher Bailey er að hætta hjá breska tískuhúsinu Burberry. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segja horfa eftir Bailey með eftirsjá. Bailey hefur verið hjá fyrirtækinu síðastliðin 17 ár og farið með þetta rótgrónna breska tískuhús í gegnum breytingar í takt við nýja tíma. Til dæmis hafa síðustu sýningar Burberry verið með svokölluðu "see now, buy now" formati þar sem línan hefur verið aðgengileg í verslunum strax eftir sýningu. Það var víst ákvörðun nýs stjórnarformanns Burberry, Marco Gobetti, að leita eftir einhverjum nýjum til að halda áfram þessari þróun með merkið. „Það hafa verið mikil forréttindi að starfa allan minn feril hjá Burberry, vinna með og læra af svona miklu hæfileikafólki síðastliðin 17 ár,“ segir Christopher Bailey. „Ég trúi því samt að bestu dagar Burberry séu framundan og að fyrirtækið muni halda áfram að styrkjast með þeirri línu sem við höfum þróað og því hæfileikafólki sem er á staðnum og Marco mun leiða. Ég er spenntur að halda á vit nýrra listrænna verkefna en mun fylgja þessu frábæra merki eftir og sjá til þess að breytingin muni fara vel.“ Bailey hætti eftir í mars á næsta ári og það verður spennandi að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur. Sömuleiðis hver tekur við þessu fornfræga tískuhúsi. Bailey ásamt Kate Moss, Naomi Campbell og Edward Enniful. Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Derek Zoolander kemst á forsíðu Vogue Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Næntís fílingur hjá Etro Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Flatbotna skór í aðalhlutverki Glamour
Fatahönnuðurinn og listræni stjórnandinn Christopher Bailey er að hætta hjá breska tískuhúsinu Burberry. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segja horfa eftir Bailey með eftirsjá. Bailey hefur verið hjá fyrirtækinu síðastliðin 17 ár og farið með þetta rótgrónna breska tískuhús í gegnum breytingar í takt við nýja tíma. Til dæmis hafa síðustu sýningar Burberry verið með svokölluðu "see now, buy now" formati þar sem línan hefur verið aðgengileg í verslunum strax eftir sýningu. Það var víst ákvörðun nýs stjórnarformanns Burberry, Marco Gobetti, að leita eftir einhverjum nýjum til að halda áfram þessari þróun með merkið. „Það hafa verið mikil forréttindi að starfa allan minn feril hjá Burberry, vinna með og læra af svona miklu hæfileikafólki síðastliðin 17 ár,“ segir Christopher Bailey. „Ég trúi því samt að bestu dagar Burberry séu framundan og að fyrirtækið muni halda áfram að styrkjast með þeirri línu sem við höfum þróað og því hæfileikafólki sem er á staðnum og Marco mun leiða. Ég er spenntur að halda á vit nýrra listrænna verkefna en mun fylgja þessu frábæra merki eftir og sjá til þess að breytingin muni fara vel.“ Bailey hætti eftir í mars á næsta ári og það verður spennandi að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur. Sömuleiðis hver tekur við þessu fornfræga tískuhúsi. Bailey ásamt Kate Moss, Naomi Campbell og Edward Enniful.
Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Derek Zoolander kemst á forsíðu Vogue Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Næntís fílingur hjá Etro Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Flatbotna skór í aðalhlutverki Glamour