Landsliðsstjarna gefur út fótboltaspil Benedikt Bóas skrifar 31. október 2017 14:30 Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður og leikmaður Burnley á Englandi er gríðarlega fróður um fótbolta hér heima og erlendis. Hann stökk á tækifærið þegar það var komið að máli við hann og stoltur af hvernig til tókst. Jóhann Berg Guðmundsson, ein af hetjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er andlit borðspilsins, Beint í mark, sem er komið í sölu. Í spilinu eru tæplega 3.000 fót- boltaspurningar úr öllum áttum og átti Jóhann nokkrar spurningarnar sjálfur en hann er mjög fróður um fótbolta og vann til dæmis spurningakeppni Messunnar. Um er að ræða spurningar um erlendan og íslenskan fótbolta, um karla og konur. Spilið er styrkleikaskipt sem auðveldar öllum að spila með. Ásamt Jóhanni koma að spilinu þeir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net, og Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is. „Við Hörður erum þarna að slíðra sverðin,“ segir Magnús og hlær en þeir félagar hafa oft háð skemmtilega keppni um fyrstu fréttir af fótboltatíðindum. Þeir eru þó góðir vinir utanvallar. „Þetta var hugmynd sem báðir aðilar voru með og við ákváðum að slá þessu saman. Jói kemur að þessu spili með sínar hugmyndir og er andlit þess út á við.“ Magnús segir að þeir taki allir þátt í því að fjármagna spilið en auk þeirra þriggja eru Helgi Steinn Björnsson og Daníel Rúnarsson með á bak við tjöldin. Með því að kaupa spil í forsölu er hægt að detta í lukkupottinn. Þar verður dregið um veglega vinninga í nóvember. Þar er meðal annars árituð Everton treyja sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í, spil árituð af landsliðsstjörnum og áritaðar Beint í mark treyjur. „Þetta er einfalt spil. Þetta snýst jú um að koma beint í mark og vinna,“ segir Magnús hress og kátur. Borðspil Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, ein af hetjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er andlit borðspilsins, Beint í mark, sem er komið í sölu. Í spilinu eru tæplega 3.000 fót- boltaspurningar úr öllum áttum og átti Jóhann nokkrar spurningarnar sjálfur en hann er mjög fróður um fótbolta og vann til dæmis spurningakeppni Messunnar. Um er að ræða spurningar um erlendan og íslenskan fótbolta, um karla og konur. Spilið er styrkleikaskipt sem auðveldar öllum að spila með. Ásamt Jóhanni koma að spilinu þeir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net, og Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is. „Við Hörður erum þarna að slíðra sverðin,“ segir Magnús og hlær en þeir félagar hafa oft háð skemmtilega keppni um fyrstu fréttir af fótboltatíðindum. Þeir eru þó góðir vinir utanvallar. „Þetta var hugmynd sem báðir aðilar voru með og við ákváðum að slá þessu saman. Jói kemur að þessu spili með sínar hugmyndir og er andlit þess út á við.“ Magnús segir að þeir taki allir þátt í því að fjármagna spilið en auk þeirra þriggja eru Helgi Steinn Björnsson og Daníel Rúnarsson með á bak við tjöldin. Með því að kaupa spil í forsölu er hægt að detta í lukkupottinn. Þar verður dregið um veglega vinninga í nóvember. Þar er meðal annars árituð Everton treyja sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í, spil árituð af landsliðsstjörnum og áritaðar Beint í mark treyjur. „Þetta er einfalt spil. Þetta snýst jú um að koma beint í mark og vinna,“ segir Magnús hress og kátur.
Borðspil Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira