Hún gekk svo skrefinu lengra þegar hún birti mynd af sér í bolnum á Instagram og merkti alla fyrrverandi kærasta sína á myndina og óskaði öllum nema þeim gleðilegrar hrekkjavöku.
Í viðtali við Buzzfeed greindi hún frá því að ungu mennirnir sem hún merkti á myndina hefði flestir verið kærastar hennar í framhaldsskóla og ekki endilega einhverjir sem hún sér eftir að hafa misst af. Engin alvara hafi verið í þeim samböndum.