Ástandið í Soginu mjög alvarlegt Karl Lúðvíksson skrifar 20. október 2017 11:00 Veiðin í Soginu var afar léleg í sumar. Hér er veitt í Alviðru fyrir nokkrum árum Mynd: SVFR Sogið hefur lengi verið eitt vinsælasta veiðisvæði félagsmanna SVFR sem er og hefur verið leigutakinn af Soginu í áratugi. Veiðin í Soginu var mjög léleg í sumar en til ða mynda veiddust aðeins 64 laxar á Bíldsfelli í sumar. Í júní veiddust 2 laxar, 20 laxar í júlí og svo 21 lax í ágúst og 21 lax í september. Bleikjuveiðin hefur einnig farið minnkandi ár frá ári og sumar dagana sást varla bleikja á bestu stöðunum í ánni þar sem áður mátti ganga að því vísu að setja í nokkrar á dag eða í það minnsta verða var við bleikju á svæðinu. Á svæðinu kenndu við Alviðru veiddust tveir laxar en það svæði er líka það minnst stundaða í ánni sem er af sem áður var þegar svæðið var bæði gjöfult og vinsælt. Það eru margar kenningar um hvað það er sem veldur en ekkert sem hægt er að festa reiður á að sé hinn raunverulega ástæða þessa hruns í Soginu. Meðal þeirra aðgera sem rætt hefur verið að fara í til að bjarga því sem bjargast getur er að seinka vorveiði til 1. maí í stað 1. apríl eins og hún er í dag og er þessi aðgerð til þess fallinn að hlífa stærsta hrygningarsvæðinu í ánni við umgangi veiðimanna þangað til seiðin hafa klakist út. Meðalveiðin á Bíldsfellinu hefur verið um 250 laxar en mesta veiðin var árið 2010 þegar 480 laxar veiddust. Veiðin fyrir landi Ásgarðs var einnig afar léleg í sumar en þar er Lax-Á leigutakinn. Rætt hefur verið um að hahsmunaaðilar á svæðinu þurfi að taka sig saman um aðgerðir til að ná veiðinni aftur upp. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Sogið hefur lengi verið eitt vinsælasta veiðisvæði félagsmanna SVFR sem er og hefur verið leigutakinn af Soginu í áratugi. Veiðin í Soginu var mjög léleg í sumar en til ða mynda veiddust aðeins 64 laxar á Bíldsfelli í sumar. Í júní veiddust 2 laxar, 20 laxar í júlí og svo 21 lax í ágúst og 21 lax í september. Bleikjuveiðin hefur einnig farið minnkandi ár frá ári og sumar dagana sást varla bleikja á bestu stöðunum í ánni þar sem áður mátti ganga að því vísu að setja í nokkrar á dag eða í það minnsta verða var við bleikju á svæðinu. Á svæðinu kenndu við Alviðru veiddust tveir laxar en það svæði er líka það minnst stundaða í ánni sem er af sem áður var þegar svæðið var bæði gjöfult og vinsælt. Það eru margar kenningar um hvað það er sem veldur en ekkert sem hægt er að festa reiður á að sé hinn raunverulega ástæða þessa hruns í Soginu. Meðal þeirra aðgera sem rætt hefur verið að fara í til að bjarga því sem bjargast getur er að seinka vorveiði til 1. maí í stað 1. apríl eins og hún er í dag og er þessi aðgerð til þess fallinn að hlífa stærsta hrygningarsvæðinu í ánni við umgangi veiðimanna þangað til seiðin hafa klakist út. Meðalveiðin á Bíldsfellinu hefur verið um 250 laxar en mesta veiðin var árið 2010 þegar 480 laxar veiddust. Veiðin fyrir landi Ásgarðs var einnig afar léleg í sumar en þar er Lax-Á leigutakinn. Rætt hefur verið um að hahsmunaaðilar á svæðinu þurfi að taka sig saman um aðgerðir til að ná veiðinni aftur upp.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði