Kosningabaráttan í tólf myllumerkjum Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. október 2017 07:00 Vika er til kosninga. Áttu erfitt með að ákveða þig? Hér koma markverðustu leiftur kosningabaráttunnar í tólf myllumerkjum:#lífiðernúna - Hvers vegna er verið að kjósa? Það man enginn lengur – eða allavega ekki samkvæmt honum þarna fyrrverandi formanni Viðreisnar, hvað hann nú heitir aftur …#xA - Björt hvað?#nofilter - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom ríðandi á hvítum hesti inn í kosningabaráttuna og sannaði þar með fyrir þjóðinni að hann hefði borgað alla Panamapeningana sína í skatt því ekki var króna eftir til að fá auglýsingastofu til að búa til lógó fyrir nýja flokkinn hans sem hann varð því að hanna sjálfur í Microsoft Paint fyrir Windows 95.#fokkofbeldi - Sigmundur stofnaði Miðflokkinn af sinni alkunnu hugsjón eftir að hafa gengið úr Framsóknarflokknum því – eins og hann orðaði það sjálfur – „til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ Þrjár helstu kosningaáherslur flokksins eru: 1) Sigmundur 2) Sigmundur og 3) Sigmundur.#xM - Dómsmálaráðuneytið tók óþol fyrrverandi flokksfélaga Sigmundar til greina er það valdi hinu nýja framboði listabókstafinn M. XM, eða exem eins og flestir þekkja það, er húðsjúkdómur sem stafar gjarnan af ofnæmi og veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Exem er oft langvinnur sjúkdómur en Sigmundur hefur staðfest að svo verði í þessu tilfelli: „Ég verð alltaf umdeildur.“ Landlæknisembættið fylgist með þróun mála og mælir með góðu kremi til að halda einkennunum í skefjum þótt það vinni ekki á rót sjúkdómsins.#TheTruthIsOutThere - Hver skaut JFK? Hver stóð í raun og veru að árásunum á tvíburaturnana í New York? Jú, auðvitað RÚV. Þegar RÚV flutti fréttir af því að þýska alríkislögreglan hefði miðlað til Íslands upplýsingum um málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem byggðu á rannsóknum hennar á Panama-skjölunum var Sigmundur ekki lengi að hlaupa niður í gamla „bönkerinn“ sinn í skjól undan loftárásunum.#metoo - Þar hitti hann fyrir Bjarna Benediktsson sem sagði pressuna líka með samsæri gegn sér. „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma.“#höfumhátt - Grunsemdir Bjarna um að hann og flokkur hans væru fórnarlömb samsæris og þöggunar fengust staðfestar er lögbann var sett á Stundina. „Það kemur sér illa fyrir mig núna.“#foodporn - Hvað eiga Bjarni Ben og Martha Stewart sameiginlegt? Nei, krakkar, ekki innherjaviðskipti – þetta er ekki heimboð fyrir Sýslumanninn í Reykjavík. Ég þarf að minnsta kosti að taka til fyrst. Svarið er kökubakstur. Það sem fólk hefur helst saknað úr kosningabaráttunni er að sjá Bjarna sýna kökuskreytingahæfileika sína líkt og hann gerði í þeirri síðustu.#LetThemEatCake - En talandi um kökur. Marie Antoinette okkar Íslendinga, Brynjar Níelsson, lét ekki sitt eftir liggja og í umræðum um niðurfellingu á 50 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð Bjarna Benediktssonar á kúluláni sagði hann 50 milljónir klink sem annar hver ellilífeyrisþegi svæfi með undir koddanum. „Let them eat cake“ – fleyg orð sem hafa áður komið áhrifafólki á spjöld sögunnar.#freethenipple - Og enn um kökur. Framan af fór lítið fyrir þeim flokki sem vill skipta þjóðarkökunni jafnt og um tíma virtist sem jafnaðarmannaflokkur Íslands, Samfylkingin, myndi þurrkast út. En þegar orðrómur komst á kreik um að formaður flokksins, Logi Már Einarsson, hefði setið fyrir nakinn í Myndlistarskólanum á Akureyri á yngri árum og einhvers staðar kynnu að leynast af honum blýantsskissur í allri sinni dýrð reis flokkurinn eins og Fönix úr öskunni á þöndum bingó-vængjum formannsins. Svo virðist sem viðkvæmir hafi ætlað að setja lögbann á nektina en ekki hafi viljað betur til en svo að lögbannið blés á vitlausan Loga, Loga Bergmann, sem fær ekki að loga aftur fyrr en eftir tólf mánuði.#málefnin - Ha, hvaða málefni? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun
Vika er til kosninga. Áttu erfitt með að ákveða þig? Hér koma markverðustu leiftur kosningabaráttunnar í tólf myllumerkjum:#lífiðernúna - Hvers vegna er verið að kjósa? Það man enginn lengur – eða allavega ekki samkvæmt honum þarna fyrrverandi formanni Viðreisnar, hvað hann nú heitir aftur …#xA - Björt hvað?#nofilter - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom ríðandi á hvítum hesti inn í kosningabaráttuna og sannaði þar með fyrir þjóðinni að hann hefði borgað alla Panamapeningana sína í skatt því ekki var króna eftir til að fá auglýsingastofu til að búa til lógó fyrir nýja flokkinn hans sem hann varð því að hanna sjálfur í Microsoft Paint fyrir Windows 95.#fokkofbeldi - Sigmundur stofnaði Miðflokkinn af sinni alkunnu hugsjón eftir að hafa gengið úr Framsóknarflokknum því – eins og hann orðaði það sjálfur – „til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ Þrjár helstu kosningaáherslur flokksins eru: 1) Sigmundur 2) Sigmundur og 3) Sigmundur.#xM - Dómsmálaráðuneytið tók óþol fyrrverandi flokksfélaga Sigmundar til greina er það valdi hinu nýja framboði listabókstafinn M. XM, eða exem eins og flestir þekkja það, er húðsjúkdómur sem stafar gjarnan af ofnæmi og veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Exem er oft langvinnur sjúkdómur en Sigmundur hefur staðfest að svo verði í þessu tilfelli: „Ég verð alltaf umdeildur.“ Landlæknisembættið fylgist með þróun mála og mælir með góðu kremi til að halda einkennunum í skefjum þótt það vinni ekki á rót sjúkdómsins.#TheTruthIsOutThere - Hver skaut JFK? Hver stóð í raun og veru að árásunum á tvíburaturnana í New York? Jú, auðvitað RÚV. Þegar RÚV flutti fréttir af því að þýska alríkislögreglan hefði miðlað til Íslands upplýsingum um málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem byggðu á rannsóknum hennar á Panama-skjölunum var Sigmundur ekki lengi að hlaupa niður í gamla „bönkerinn“ sinn í skjól undan loftárásunum.#metoo - Þar hitti hann fyrir Bjarna Benediktsson sem sagði pressuna líka með samsæri gegn sér. „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma.“#höfumhátt - Grunsemdir Bjarna um að hann og flokkur hans væru fórnarlömb samsæris og þöggunar fengust staðfestar er lögbann var sett á Stundina. „Það kemur sér illa fyrir mig núna.“#foodporn - Hvað eiga Bjarni Ben og Martha Stewart sameiginlegt? Nei, krakkar, ekki innherjaviðskipti – þetta er ekki heimboð fyrir Sýslumanninn í Reykjavík. Ég þarf að minnsta kosti að taka til fyrst. Svarið er kökubakstur. Það sem fólk hefur helst saknað úr kosningabaráttunni er að sjá Bjarna sýna kökuskreytingahæfileika sína líkt og hann gerði í þeirri síðustu.#LetThemEatCake - En talandi um kökur. Marie Antoinette okkar Íslendinga, Brynjar Níelsson, lét ekki sitt eftir liggja og í umræðum um niðurfellingu á 50 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð Bjarna Benediktssonar á kúluláni sagði hann 50 milljónir klink sem annar hver ellilífeyrisþegi svæfi með undir koddanum. „Let them eat cake“ – fleyg orð sem hafa áður komið áhrifafólki á spjöld sögunnar.#freethenipple - Og enn um kökur. Framan af fór lítið fyrir þeim flokki sem vill skipta þjóðarkökunni jafnt og um tíma virtist sem jafnaðarmannaflokkur Íslands, Samfylkingin, myndi þurrkast út. En þegar orðrómur komst á kreik um að formaður flokksins, Logi Már Einarsson, hefði setið fyrir nakinn í Myndlistarskólanum á Akureyri á yngri árum og einhvers staðar kynnu að leynast af honum blýantsskissur í allri sinni dýrð reis flokkurinn eins og Fönix úr öskunni á þöndum bingó-vængjum formannsins. Svo virðist sem viðkvæmir hafi ætlað að setja lögbann á nektina en ekki hafi viljað betur til en svo að lögbannið blés á vitlausan Loga, Loga Bergmann, sem fær ekki að loga aftur fyrr en eftir tólf mánuði.#málefnin - Ha, hvaða málefni? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun