Lewis Hamilton fjótastur á föstudegi í Texas 21. október 2017 13:00 Lewis Hamilton verður erfiður viðureignar í Texas um helgina. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur á æfingunni, rúmlega hálfri sekúndu fljótari en Sebastian Vettel á Ferrari. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji og síðasti ökumaðurinn sem komst innan við sekúndu frá tíma Hamilton. Brendon Hartley, nýliðinn hjá Toro Rosso var 14. Hann var 1,2 sekúndum á undan varaökumanni liðsins, Sean Gelael sem fékk að spreyta sig. Hartley var næstum þremur heilum sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso sem framlengdi við liðið sitt, McLaren fyrr í vikunni náði ekki að setja tíma. Glussaleki gerði vart við sig í bíl Spánverjans.Sebastian Vettel verður að eiga góða helgi til að halda í titilvonina.Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton sýndi og sannaði aftur að hann er ógnar hraður á brautinni í Texas og var fljótastur á seinni æfingunni. Titilvonir Hamilton jukust á kostnað titilvona Vettel sem skautaði útaf á æfingunni og þurfti að nota mikinn tíma af æfingunni til að koma bílnum í stand. Þegar hann kom loksins út varð hann var við bilun í fjörðun og þurfti að koma inn aftur. Hann kom aðeins út undir lok æfingarinnar. Carlos Sainz fékk að spreyta sig í Renault bílnum í fyrsta skipti, hann var 0,005 sekúndum á undan Nico Hulkenberg. Daniil Kvyat snéri aftur í Formúlu 1 í dag eftir að Pierre Gasly hafði fengið tækifæri í bíl Rússans. Kvyat var rúmri sekúndu fljótari en Hartley. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 20:50 á Stöð 2 Sport á eftir. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso áfram hjá McLaren Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. 19. október 2017 21:15 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Max Verstappen áfram hjá Red Bull út árið 2020 Red Bull liðið tilkynnti í dag að einn eftirsóknarverðasti ökumaðurinn í Formúlu 1, Max Verstappen hafi skrifað undir nýjan samning við liðið. Hann verður í herbúðum þess út árið 2020. 20. október 2017 19:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur á æfingunni, rúmlega hálfri sekúndu fljótari en Sebastian Vettel á Ferrari. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji og síðasti ökumaðurinn sem komst innan við sekúndu frá tíma Hamilton. Brendon Hartley, nýliðinn hjá Toro Rosso var 14. Hann var 1,2 sekúndum á undan varaökumanni liðsins, Sean Gelael sem fékk að spreyta sig. Hartley var næstum þremur heilum sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso sem framlengdi við liðið sitt, McLaren fyrr í vikunni náði ekki að setja tíma. Glussaleki gerði vart við sig í bíl Spánverjans.Sebastian Vettel verður að eiga góða helgi til að halda í titilvonina.Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton sýndi og sannaði aftur að hann er ógnar hraður á brautinni í Texas og var fljótastur á seinni æfingunni. Titilvonir Hamilton jukust á kostnað titilvona Vettel sem skautaði útaf á æfingunni og þurfti að nota mikinn tíma af æfingunni til að koma bílnum í stand. Þegar hann kom loksins út varð hann var við bilun í fjörðun og þurfti að koma inn aftur. Hann kom aðeins út undir lok æfingarinnar. Carlos Sainz fékk að spreyta sig í Renault bílnum í fyrsta skipti, hann var 0,005 sekúndum á undan Nico Hulkenberg. Daniil Kvyat snéri aftur í Formúlu 1 í dag eftir að Pierre Gasly hafði fengið tækifæri í bíl Rússans. Kvyat var rúmri sekúndu fljótari en Hartley. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 20:50 á Stöð 2 Sport á eftir. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso áfram hjá McLaren Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. 19. október 2017 21:15 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Max Verstappen áfram hjá Red Bull út árið 2020 Red Bull liðið tilkynnti í dag að einn eftirsóknarverðasti ökumaðurinn í Formúlu 1, Max Verstappen hafi skrifað undir nýjan samning við liðið. Hann verður í herbúðum þess út árið 2020. 20. október 2017 19:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fernando Alonso áfram hjá McLaren Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. 19. október 2017 21:15
Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00
Max Verstappen áfram hjá Red Bull út árið 2020 Red Bull liðið tilkynnti í dag að einn eftirsóknarverðasti ökumaðurinn í Formúlu 1, Max Verstappen hafi skrifað undir nýjan samning við liðið. Hann verður í herbúðum þess út árið 2020. 20. október 2017 19:00