Glamour ákvað því að taka saman fimm topp trend fyrir herra sem vert er að skoða betur.
1. Ullarfrakki

Það er um að gera að nota frakkann yfir hettupeysuna og íþróttabuxurnar - enda fátt meira í tísku núna en að blanda saman hversdagsfatnaði við fínan.
2. Prjónapeysur

Prjónapeysur eiga alltaf við - yfir skyrtur, undir jakkafötin og við gallabuxurnar. Jarðlitirnir eru að koma sterkir inn svo það er gott að hafa það í huga.
3. Beinar gallabuxur

Beinar skálmar skulu það vera í ár og ekki skemmir fyrir að vera með örlítið uppábrot.
4. Hettupeysur við allt

Verslanir landsins eru fullar af allskonar útgáfur af þessi flík svo það er um að gera að fjárfesta í einni góðri fyrir veturinn.
5. Reimaðir skór

Skótíska og buxnatíska haldast yfirleitt í hendur og nú þegar beinar ökklasíðar skálmar er flott að para því saman við reimaða leðurskó sem ná upp á ökklann