Fékk loksins að faðma föður sinn eftir tíu ára leit: „Ég missti allar varnir. Það fór allt“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 23. október 2017 14:15 Linda hefur leitað að föður sínum í yfir áratug. Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í fyrsta þættinum var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Í gærkvöldi var seinni hlutinn um mál Lindu Rutar á Stöð 2 og var þá komið að því að fara út til Bretlands og reyna að finna Richard Guildford. Linda og Sigrún ferðuðust yfir í strandbæinn Weymouth til að freista þess að finna manninn. Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs en í þættinum í gærkvöldi náði hún loksins ætlunarverki sínu og fékk að hitta föður sinn. Hún komst einnig að því að hún ætti í raun bróðir og hitti Linda feðgana báða.Linda gengur hér til föður síns.Leitin gekk ekki áreynslulaust fyrir sig og þurfti gengið að yfirstíga margar hindranir í Weymouth. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu í þættinum í gærkvöldi að þau hefðu loksins fundið föður hennar. Viðbrögð hennar voru eðlilega magnþrungin og tóku tilfinningarnar yfir. „Þegar Sigrún segir við mig, á ég að segja þér? Ég missti allar varnir. Það fór allt,“ segir Linda Rut. „Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei geta ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi nokkrir dagar í Weymouth líða mér seint úr minni. Þetta var yndislegt.“Nánar verður rætt við Lindu í Fréttablaðinu á morgun.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira
Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í fyrsta þættinum var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Í gærkvöldi var seinni hlutinn um mál Lindu Rutar á Stöð 2 og var þá komið að því að fara út til Bretlands og reyna að finna Richard Guildford. Linda og Sigrún ferðuðust yfir í strandbæinn Weymouth til að freista þess að finna manninn. Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs en í þættinum í gærkvöldi náði hún loksins ætlunarverki sínu og fékk að hitta föður sinn. Hún komst einnig að því að hún ætti í raun bróðir og hitti Linda feðgana báða.Linda gengur hér til föður síns.Leitin gekk ekki áreynslulaust fyrir sig og þurfti gengið að yfirstíga margar hindranir í Weymouth. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu í þættinum í gærkvöldi að þau hefðu loksins fundið föður hennar. Viðbrögð hennar voru eðlilega magnþrungin og tóku tilfinningarnar yfir. „Þegar Sigrún segir við mig, á ég að segja þér? Ég missti allar varnir. Það fór allt,“ segir Linda Rut. „Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei geta ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi nokkrir dagar í Weymouth líða mér seint úr minni. Þetta var yndislegt.“Nánar verður rætt við Lindu í Fréttablaðinu á morgun.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira
Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30