Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir var í viðtali við fótbolta.net í dag þar sem farið var yfir komandi leik íslenska landsliðsins á móti Tékklandi í dag.
Íslensku stelpurnar unnu frábæran og sögulegan sigur á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn og eru með fullt hús á toppi riðilsins.
Með sigri á Tékkum í dag kæmi íslenska liðið sér í mjög góða stöðu í baráttunni fyrir því að komast á HM í fyrsta sinn.
„Við erum bara ótrúlega spenntar. Þetta verður hörkuleikur á móti frábæru liði og ef við ætlum að mæta eins og einhverjar pulsur þá lendum við í veseni,“ sagði Glódís Perla í viðtalinu við Mist Rúnarsdóttur á fótbolta.net.
Glódís Perla segir að endurheimtin hafi gengið vel hjá íslensku stelpunum og hún býst við sömu uppskrif í Tékklandi í dag og í leiknum á móti Þýskalandi fyrir fjórum dögum.
„Ég held það verði svipað og á móti Þýskalandi. Við verðum að nýta það að þær fara með margar í sókn og nýta skyndisóknir þar á móti. Síðan verðum við bara að vera fastar fyrir, færa rétt og vera skipulagðar. Það er lykillinn að þessu,“ sagði Glódís Perla en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér.
Glódís Perla segir að það sé bannað að mæta eins og einhverjar pulsur í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
