Siðbótin í ljósi sögunnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2017 09:45 "Við Íslendingar höfum haft þröngt sjónarhorn á siðbótarhreyfinguna til þessa og þau tímamót í menningarsögu Vesturlanda sem hún markaði,“ segir séra Gunnar. Vísir/Anton Brink Það sem ég ætla að tala um er einkum hvers konar fyrirbæri siðbótin var, hverjir siðbótarmennirnir voru sem kenndu sig við Lúther og hver markmið þeirra voru,“ segir séra Gunnar Kristjánsson um fyrirlestur sem hann flytur í Snorrastofu í Reykholti í kvöld og hefst klukkan 20.30. Tilefnið er að nú í októberlok eru 500 ár frá því Marteinn Lúther birti gagnrýni sína á Rómarkirkjuna og festi á kirkjuhurð furstahallarinnar í Wittenberg í Þýskalandi auk þess sem hann bauð til almennrar umræðu um efnið. „Ég hef lengi stúderað Lúther og meðal annars unnið að þýðingum nokkuð margra rita eftir hann sem munu koma út á næstunni,“ segir séra Gunnar sem telur siðbótina eina áhrifamestu umbótahreyfingu sögunnar og rekur hugmyndir um almenna menntun, vestræna samfélagshugsun, rætur velferðarkerfisins og hugsjónir frönsku byltingarinnar til hennar. „Siðbótin kristallast einkum í tvennu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gagnrýni á Rómarkirkjuna sem var glæsileg hið ytra á 16. öld en aldrei í sögunni jafn spillt hið innra, einkum á það við um páfana. Í öðru lagi er siðbótin að vissu leyti undanfari upplýsingastefnunnar. Lúther þýddi Biblíuna á þýsku, móðurmál sitt, svo að almenningur gæti lesið hana, myndað sér skoðun og tekið afstöðu. Fólk þyrfti ekki að lúta túlkunarvaldi vígðra manna heldur væri hver og einn frjáls til að lesa og hugsa og móta eigin skoðanir. Þetta er ein af grundvallarforsendum siðbótarinnar. Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningarstofnanir. Eitt rita hans fjallar um að skynsamlegt væri að breyta þeim í skóla þar sem börn alþýðufólks, bæði drengir og stúlkur, lærðu að lesa og skrifa þannig að þau gætu verið virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það sem ég ætla að tala um er einkum hvers konar fyrirbæri siðbótin var, hverjir siðbótarmennirnir voru sem kenndu sig við Lúther og hver markmið þeirra voru,“ segir séra Gunnar Kristjánsson um fyrirlestur sem hann flytur í Snorrastofu í Reykholti í kvöld og hefst klukkan 20.30. Tilefnið er að nú í októberlok eru 500 ár frá því Marteinn Lúther birti gagnrýni sína á Rómarkirkjuna og festi á kirkjuhurð furstahallarinnar í Wittenberg í Þýskalandi auk þess sem hann bauð til almennrar umræðu um efnið. „Ég hef lengi stúderað Lúther og meðal annars unnið að þýðingum nokkuð margra rita eftir hann sem munu koma út á næstunni,“ segir séra Gunnar sem telur siðbótina eina áhrifamestu umbótahreyfingu sögunnar og rekur hugmyndir um almenna menntun, vestræna samfélagshugsun, rætur velferðarkerfisins og hugsjónir frönsku byltingarinnar til hennar. „Siðbótin kristallast einkum í tvennu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gagnrýni á Rómarkirkjuna sem var glæsileg hið ytra á 16. öld en aldrei í sögunni jafn spillt hið innra, einkum á það við um páfana. Í öðru lagi er siðbótin að vissu leyti undanfari upplýsingastefnunnar. Lúther þýddi Biblíuna á þýsku, móðurmál sitt, svo að almenningur gæti lesið hana, myndað sér skoðun og tekið afstöðu. Fólk þyrfti ekki að lúta túlkunarvaldi vígðra manna heldur væri hver og einn frjáls til að lesa og hugsa og móta eigin skoðanir. Þetta er ein af grundvallarforsendum siðbótarinnar. Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningarstofnanir. Eitt rita hans fjallar um að skynsamlegt væri að breyta þeim í skóla þar sem börn alþýðufólks, bæði drengir og stúlkur, lærðu að lesa og skrifa þannig að þau gætu verið virkir þátttakendur í samfélaginu.“
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira