Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2017 21:30 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull sakmvæmt Helmut Marko. Vísir/Getty Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. Kvyat hefur verið á mála hjá Red Bull allan sinn feril í Formúlu 1. Hann var færður til systurliðsins Toro Rosso eftir slakt gengi á síðasta ári. Sæti hans hjá Red Bull tók Max Verstappen. Kvyat ók í bandaríska kappsktrinum um liðna helgi. Hann tók þá sæti Pierre Gasly sem hafði öðrum hnoöppum að hneppa í Súperformúlu mótaröðinni í Japan. Kvyat ók þá við hlið Brendon Hartley sem þreytti frumraun sína í Formúlu 1. Hartley var kallaður inn í Toro Rosso liðið til að fylla skarð Carlos Sainz sem færði sig yfir til Renault fyrir bandaríska kappaksturinn. Í samtali við Bild sagði Marko að trúin á getu Kvyat hefði dvínað og að hann sé að mati liðsins ekki rétti maðurinn fyrir það „Kvyat mun ekki snúa aftur. Við teljum hann ekki færan um viðsnúning til framtíðar,“ sagði Marko. „Gasly og Hartley munu klára tímabilið sem ökumenn Toro Rosso, svo munum við meta stöðuna,“ bætti Marko við að lokum. Ferill Kvyat í Formúlu 1 er því að öllum líkindum að endastöð kominn. Hann hefur ekki verið orðaður við annað lið í mótaröðinni. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Brendon Hartley mun fylla autt sæti hjá Toro Rosso Brendon Hartley, fyrrum ökumaður í uppeldisakademíu Red Bull liðsins mun taka sæti Carlos Sainz í bandaríska kappakstrinum. Hann mun aka við hlið Daniil Kvyat sem snýr aftur í fjarveru Pierre Gasly. 13. október 2017 22:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. Kvyat hefur verið á mála hjá Red Bull allan sinn feril í Formúlu 1. Hann var færður til systurliðsins Toro Rosso eftir slakt gengi á síðasta ári. Sæti hans hjá Red Bull tók Max Verstappen. Kvyat ók í bandaríska kappsktrinum um liðna helgi. Hann tók þá sæti Pierre Gasly sem hafði öðrum hnoöppum að hneppa í Súperformúlu mótaröðinni í Japan. Kvyat ók þá við hlið Brendon Hartley sem þreytti frumraun sína í Formúlu 1. Hartley var kallaður inn í Toro Rosso liðið til að fylla skarð Carlos Sainz sem færði sig yfir til Renault fyrir bandaríska kappaksturinn. Í samtali við Bild sagði Marko að trúin á getu Kvyat hefði dvínað og að hann sé að mati liðsins ekki rétti maðurinn fyrir það „Kvyat mun ekki snúa aftur. Við teljum hann ekki færan um viðsnúning til framtíðar,“ sagði Marko. „Gasly og Hartley munu klára tímabilið sem ökumenn Toro Rosso, svo munum við meta stöðuna,“ bætti Marko við að lokum. Ferill Kvyat í Formúlu 1 er því að öllum líkindum að endastöð kominn. Hann hefur ekki verið orðaður við annað lið í mótaröðinni.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Brendon Hartley mun fylla autt sæti hjá Toro Rosso Brendon Hartley, fyrrum ökumaður í uppeldisakademíu Red Bull liðsins mun taka sæti Carlos Sainz í bandaríska kappakstrinum. Hann mun aka við hlið Daniil Kvyat sem snýr aftur í fjarveru Pierre Gasly. 13. október 2017 22:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00
Brendon Hartley mun fylla autt sæti hjá Toro Rosso Brendon Hartley, fyrrum ökumaður í uppeldisakademíu Red Bull liðsins mun taka sæti Carlos Sainz í bandaríska kappakstrinum. Hann mun aka við hlið Daniil Kvyat sem snýr aftur í fjarveru Pierre Gasly. 13. október 2017 22:00