Segir að flestar stelpurnar verði líklega í fæðingarorlofi þegar að HM fer fram Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. október 2017 20:09 Stelpurnar fagna hér sigri á Færeyjum í undankeppni HM 2019. vísir/eyþór Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eru í góðum málum í undankeppni HM 2019 eftir sigur á Þýskalandi og jafntefli gegn Tékkum í tveimur útileikjum á síðustu dögum. Íslenska liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki og á heimaleiki eftir við tvö erfiðustu liðin í riðlinum. Draumurinn um að komast á fyrsta heimsmeistaramótið lifir því góðu lífi.Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson tekur sérstakan vinkil á þetta á heimasíðu sinni þar sem hann virðist ekki sjá fram á góðan árangur Íslands á HM takist stelpunum að komast þangað. Þær verða nefnilega að öllum líkindum flestar í fæðingarorlofi þegar að mótinu kemur sumarið 2019, að hans sögn. „Sagt er að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sé að brillera í undankeppni HM sem fram fer í Frakklandi 2019 – eftir tæp tvö ár. Þá verða þær flestar að öllum líkindum í fæðingarorlofi því þær eru á þeim aldri,“ skrifar Eiríkur Jónsson. Hvaða aldur það er tekur hann ekki fram en yngsti leikmaður síðasta hóps er fæddur árið 1999 og sá elsti árið 1985. Sú elsta er Sif Atladóttir sem á barn en hún var ein af aðeins þremur mæðrum í síðasta landsliðshóp. Það er langur vegur eftir hjá stelpunum á leið þeirra á HM en það verður að teljast afar tæpt að barnalánið verði mikið rætist sá draumur. Það hefur að minnsta kosti ekki verið „vandamál“ á síðustu þremur stórmótum sem stelpurnar komust á. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eru í góðum málum í undankeppni HM 2019 eftir sigur á Þýskalandi og jafntefli gegn Tékkum í tveimur útileikjum á síðustu dögum. Íslenska liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki og á heimaleiki eftir við tvö erfiðustu liðin í riðlinum. Draumurinn um að komast á fyrsta heimsmeistaramótið lifir því góðu lífi.Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson tekur sérstakan vinkil á þetta á heimasíðu sinni þar sem hann virðist ekki sjá fram á góðan árangur Íslands á HM takist stelpunum að komast þangað. Þær verða nefnilega að öllum líkindum flestar í fæðingarorlofi þegar að mótinu kemur sumarið 2019, að hans sögn. „Sagt er að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sé að brillera í undankeppni HM sem fram fer í Frakklandi 2019 – eftir tæp tvö ár. Þá verða þær flestar að öllum líkindum í fæðingarorlofi því þær eru á þeim aldri,“ skrifar Eiríkur Jónsson. Hvaða aldur það er tekur hann ekki fram en yngsti leikmaður síðasta hóps er fæddur árið 1999 og sá elsti árið 1985. Sú elsta er Sif Atladóttir sem á barn en hún var ein af aðeins þremur mæðrum í síðasta landsliðshóp. Það er langur vegur eftir hjá stelpunum á leið þeirra á HM en það verður að teljast afar tæpt að barnalánið verði mikið rætist sá draumur. Það hefur að minnsta kosti ekki verið „vandamál“ á síðustu þremur stórmótum sem stelpurnar komust á.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira