Lífið

Heldur Adele-heiðurstónleika um helgina

Guðný Hrönn skrifar
Katrín er mikill aðdáandi bresku söngkonunnar Adele.
Katrín er mikill aðdáandi bresku söngkonunnar Adele. vísir/eyþór
Söngkonan Katrín Ýr Óskarsdóttir, ásamt hljómsveit, heldur tónleika til heiðurs söngkonunni Adele um helgina. Spurð út í hvaðan áhuginn á Adele komi segir Katrín: „Hann byrjaði mest þegar platan 25 kom út. Ég féll fyrir plötunni og mér fannst lögin henta mér vel. Mér finnst hún líka svo skemmtileg týpa. Hún tekur sig ekki of alvarlega.“

Katrín kveðst allaf leyfa sinni söngrödd og stíl að njóta sín þegar hún syngur lög Adele.

„Ég syng hennar lög með minni rödd, ég er ekki að reyna að hljóma eins og hún.“

Aðspurð hvert hennar uppáhaldslag með Adele sé nefnir hún lagið One & only. „Eitt af mínum uppáhaldslögum til að syngja er One & only. Ég söng ábreiðu af því fyrir einhverjum árum og birti myndband á netinu og það hefur fengið 54.000 áhorf. Svo eru lögin I miss you og When we were young líka ofarlega á blaði.“

Tónleikarnir eru á laugardaginn, 28. október, klukkan 21.00 á Hard Rock Café. Með henni á sviðinu verður hljómsveit skipuð þeim Helga Reyni Jónssyni, Birgi Kárasyni, Ed Broad og Ólafi Ágústi Haraldssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.