Hrekkjavökusjúk og skreytir allt hátt og lágt Guðný Hrönn skrifar 28. október 2017 11:00 Sigga Dögg og Benjamín Leó Hermannsson. VÍSIR/ANTON BRINK Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“ Hrekkjavaka Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“
Hrekkjavaka Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira