Kosningarnar eru eins og sápuópera Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. október 2017 10:00 Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri segir að það væri betra fyrir okkur að hafa hér menntað einræði heldur en þetta sem hún kallar auglýsingalýðræði. Mynd/Saga Sig Kosningabaráttan hefur verið eftirminnileg fyrir margar sakir. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í baráttuna bæði í gamni og af alvöru. Draumurinn er að enginn fari að kjósa „Þessar kosningar eru algjört grín fyrir mér,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri. „Til að byrja með var þetta svolítið fyndið, tragíkómískt. En svo varð þetta bara tragískt. Aðallega af því þetta er svo mikið bull. Eiginlega er þetta frekar leiðinleg sápuópera. Af því að sápuópera byggir á ákveðinni formúlu. Hún er fyrirsjáanleg og langdregin, gengur út á sömu brandarana og dramatíkina. Börnin þín eru barnabörnin mín! Eða eitthvað álíka. Þetta er svo fríkuð hegðun. Við erum alltaf að endurtaka hana og það er svo mikil geðveiki því útkoman er alltaf sú sama,“ segir Kolfinna sem frumsýndi í gær verkið Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson með leikhópnum Frúardegi í MR ásamt Steineyju Skúladóttur. Í verkinu er dregin fram ýkt útgáfa af hegðun mannsins. Kolfinnu er verkið ofarlega í huga þegar hún fylgist með kosningabaráttunni. Kolfinna segir lýðræði á Íslandi blekkingu. „Já, blekking, því að við erum ekki upplýst. Ég held að það væri betra fyrir okkur að hafa hér menntað einræði heldur en þetta sem ég myndi kalla auglýsingalýðræði. Við erum ekki hæf til að ráða okkur sjálf. Við erum bara vitleysingar. Lýðræðið er lygi, það er ekki satt að allir geti verið hvað sem er. Það geta ekki allir verið listamenn. Það geta ekki allir verið bankamenn. Það geta ekki allir verið gördjöss. Þetta er bara skrýtinn hugsunarháttur. Ég vil eitthvað annað. Draumurinn minn er að enginn fari að kjósa. Það verði ekkert einasta atkvæði í kjörkassanum. Fyrir utan atkvæði frambjóðenda að kjósa sig sjálfa. Engin önnur.“Anna Katrín Snorradóttir er ein þeirra kvenna sem eru að baki þeirri atburðarás sem felldi ríkisstjórnina.Röng mynd dregin upp Anna Katrín Snorradóttir er sjötta konan sem lagði fram kæru á hendur Roberti Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni. Hún er ein þeirra kvenna sem eru að baki þeirri atburðarás sem felldi ríkisstjórnina. Dagblaðið Politiken stillti þolendum upp á forsíðu í gær í umfjöllun um það af hverju gengið er til kosninga á Íslandi í dag. Önnu Katrínu finnst kosningabaráttan hafa einkennst af því að röng mynd sé dregin upp af því af hverju nú er gengið til kosninga „Það er forðast að ræða það og gert lítið úr því. Umræðunni er beint eitthvert allt annað, það eru hins vegar nokkrir flokkar sem hafa tekið á alvöru málsins. Ég trúi Pírötum þegar þeir segja: Í okkar framtíð hafa þolendur rödd. Þeir eru trúverðugir og einnig Samfylking sem er með herferð gegn ofbeldi. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænu framboði spurt spurninga sem skipta máli. Þessir flokkar eru veigamestir í mínum huga hvað þetta varðar. Þá finnst mér Píratar fremstir í því að tala við fólkið í landinu. Þeir hafa hlustað á okkur, hafa átt alvöru samtal við okkur. Því það erum við, brotaþolar, sem höfum þekkinguna á því hvað það er sem þarf að laga. Þeir gripu baráttuna með okkur. Börðust fyrir okkur þegar við höfðum ekki rödd. Spurðu: Hvað vantar ykkur til að fá réttlæti? Svo gengu þeir beint í það. Er það ekki einmitt þetta sem við viljum að stjórnmál snúist um?Forsíða Politiken í gær.Við erum öll þakklát þeirra vinnu. Það hefði tekið okkur mun lengri tíma að ná fram svörum ef ekki hefði verið til dæmis fyrir Þórhildi Sunnu. Það er erfitt í íslenskum stjórnmálum að fá áheyrn. Við þolendur höfum ekki fengið nein svör frá Sjálfstæðisflokknum. Þó að við höfum ávarpað þau beint í opnum póstum til þeirra á Facebook. Bjarna Benediktsson, Sigríði Andersen, Brynjar Níelsson og fleiri. En þau svöruðu okkur ekki. Þau svöruðu Bergi Þór þegar hann spurði. En ekki okkur. Það segir mikið,“ segir Anna Katrín og segir svaraleysið vanvirðingu. „Þess utan hefur mér fundist baráttan á neikvæðum nótum. Einkennast af rifrildi og leiðindum, þrætum um litla hluti þar sem er gert lítið úr andstæðingnum til að lyfta sér upp. Það eru allir komnir með nóg af þessu og ég hef sagt að ég sé með ofnæmi fyrir pólitík. Þá hef ég lítið tekið eftir mörgum flokkum í framboði. Mér finnst þeir ekki tala til mín sem kjósanda. Ég vil taka upplýsta ákvörðun en það er eins og þeir hafi ekki áhuga á samtali við stóran hóp kjósenda. Ég ber ofboðslega lítið traust til flestra stjórnmálaflokka. Nema Pírata, þeir hafa unnið sér mitt traust. Ég er ekkert feimin við að segja að ég muni kjósa þá. Það er vegna þessa viðmóts. Þau eru fólk eins og við, setja sig ekki ofar okkur og eru tilbúin að hlusta og vinna fyrir okkur.“ Logi Bergmann segir ekki vera hægt að ná árangri í pólitík nema að vera skemmtilegur. Þú verður að hafa áhuga á fólki og mannlífi.Mögnuð leiðindi „Mér finnst kosningabaráttan hafa einkennst af mögnuðum leiðindum,“ segir Logi Bergmann fjölmiðlamaður. Eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, starfar sem aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Það sem er merkilegt er að það eru örfáir sem láta svona, það er ákveðið fólk sem virðist hafa endalausan tíma til að hjóla í fólk með óforskömmuðum hætti. Þetta er voða mikið umburðarlynt fólk. En það er greinilega kvóti á umburðarlyndinu.“ Logi sér þó nokkra jákvæða punkta í kosningabaráttunni. „Ég get nefnt auglýsingu frá Framsókn. Framsókn fyrir unga fólkið. Willum Þór tekst að sjarma með aulahúmor og talar til Fram: Frammarar, viljið þið ekki fara í sókn? Mér finnst þessi gleði og aulahúmor skemmtilegur,“ segir hann. „Ég hef þá kenningu að þú getir ekki náð árangri í pólitík nema að vera skemmtilegur. Þú verður að hafa áhuga á fólki og mannlífi. En að vera stjórnmálamaður í dag, það er örugglega erfitt að sitja undir þessum leiðindum.“ Logi segist myndu taka vel á móti Vinstri grænum vildu þau koma í heimsókn til hans. „Mér finnst það mjög fyndið. Þau komu víst til mín en ég var ekki heima. Ég þekki reyndar ekki aðra sem hafa fengið þau í heimsókn. Kannski taka þau bara mynd af sér á einhverju götuhorni og setja á Facebook. En ég myndi sko taka vel á móti þeim.“ Hann segir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins hafa verið erfiða en hefðbundna. „Já, þetta er búin að vera erfið barátta en hefðbundin. Skýr skilaboð og auglýsingaherferðin áferðarfalleg. Gengið um í fallegum haustlitum. Maður sér líka óvenjumarga frambjóðendur. Það er jákvætt.“Kökubakstur Bjarna Benediktssonar ergir suma? „Hann bakaði köku fyrir afmæli dóttur sinnar, sem á afmæli á sama tíma í ár og í fyrra, og svo í einhverjum þætti. Hann hefur ekki bakað mikið í þessari kosningabaráttu. Honum finnst bara gaman að baka! Annars verður sumt fólk alveg ofsalega reitt yfir þessum kökubakstri. Reiðin yfir kökunum er rosaleg. Kökurnar eru bara svakalegur trigger. Fólk fer í alls konar myndlíkingar um samfélagið og er bara brjálað. Maðurinn er bara að baka,“ segir Logi. Það er grúppa á Facebook þar sem 50 þúsund manns birta myndir ef þeir færa vasa. Þannig að ég skil ekki æsinginn.“ Um formannsskipti Viðreisnar segir Logi: „Mér finnst þau svolítið týnd. Þetta lá samt í loftinu. Einhvern veginn finnst mér eins og allir hafi vitað það nema Benedikt. En annars er stutt síðan það var kosið síðast, þau lögðu allt á borðið þá. Það er erfitt fyrir þau að gera annað en vera bara samkvæm sjálfum sér og vera ekkert að lofa einhverju nýju.“ Og Björt framtíð. Kulnun er orð sem kemur upp í huga Loga. „Þau eru bara búin á því. Það vill enginn vera nálægt þeim og smitast af vondu gengi þeirra. Kulnun í starfi, það er það sem mér dettur í hug. Kannski fólki hafi eftir allt saman ekki fundist tilefni til stjórnarslita?“ Píratar hafa í kosningabaráttunni unnið með framtíðarsýn. Logi segir fáa áberandi í baráttunni. „Ég upplifi að það séu helst tveir sterkir einstaklingar sem eru áberandi. Helgi Hrafn og Þórhildur Sunna. Þau eru áberandi. Það er reyndar það sama og allir gömlu flokkarnir gera og hefur gefist vel. Samfylkingin hefur verið á siglingu. Fara úr nánast engu fylgi yfir í að verða einn af þeim stærstu. Trúði því einhver? Já, ég vissi alltaf að þau kæmu aftur. Mér finnst það lúmskt skemmtilegt með lýðræðisflokk eins og Samfylkingu að það var handvalið á listann. En listinn er vel heppnaður og það væri gaman að hafa til dæmis Guðmund Andra á þingi. Hann er skemmtilegur og kemur vel fyrir sig orði.“ Samfylkingin gerði tónlistarmyndband sem hefur vakið mikla eftirtekt. Textinn er eftir Hallgrím Helgason, lagið eftir Bigga veiru og Dr. Gunni syngur. Logi segir myndbandið níð. „Súpermálaefnalegt að láta banana dansa í kringum kúk. Það er ekki bara Miðflokkurinn sem hefur verið að leika sér í Paint. Þetta vídeó er allt það versta við þessa kosningabaráttu. Níð, amatörismi og hallærisheit.“ Logi segir Miðflokkinn slæm tíðindi fyrir Flokk fólksins. „Miðflokkurinn var mjög slæm tíðindi fyrir Flokk fólksins. Þú þarft ekki að vera geimvísindamaður til að átta þig á því. Lógóið er svo auðvitað skrýtin redding. Það er varla hægt að búa til stjórnmálaflokk á nokkrum vikum. En það er tilvalið fyrir ungliðahreyfinguna að vera með svona My Little Pony útgáfu. Þetta verður nú atriði í skaupinu.“Andri Freyr Viðarsson hafði miklar áhyggjur af því að eiga ekki veitingar ef Vinstri græn myndu kíkja í heimsókn.Enginn ráðherra í götunni lengur „Ég er orðinn hundleiður á kosningatali. Ég vinn í útvarpi og það er bara ekki hægt að bjóða upp á þetta blaður endalaust,“ segir Andri Freyr Viðarsson, fjölmiðlamaður á RÚV. Hann viðurkennir þó að sér hafi þótt spennandi endurkoma Sigmundar Davíðs í stjórnmálin. „Ég er sko enginn sérstakur aðdáandi Sigmundar Davíðs. Eða Katrínar. Eða einhvers annars. En ég verð að viðurkenna að þegar hann mætti á skjáinn þá opnaði ég mér bjór og sagði við konuna mína hvað ég hefði saknað hans. Hann er geggjaður og hefur engu gleymt.“ Hann er ekki hrifinn af heimsóknum Vinstri grænna heim til fólks. „Mér finnst þetta agalegt. Ég bý í hverfi þar sem þau hótuðu að koma í heimsókn. Ég var heima hjá mér eins og krakkfíkill með paranoju. Fór út með ruslið og leit í kringum mig eftir þeim. Ég meina, hvað á ég að gera? Ég bý í lítilli íbúð. Á ég að bjóða fjórum fullorðnum inn til mín. Það eru bara fjórir stólar í eldhúsinu og við fjöllan erum fjögur, sorrí VG. Ég hafði líka mjög miklar áhyggjur af því að eiga ekki veitingar og svona,“ segir Andri Freyr. Þá berst talið að auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins þar sem gengið var í haustlitunum í fallegri náttúru. „Ég veit að þau fóru ekkert í göngutúr. Þeim var bara keyrt á Benz-bifreið, svo gengu þau tíu metra til og frá. Ég hef unnið í sjónvarpi og veit hvernig þetta virkar. Ég hefði tekið miklu meira mark á þeim ef auglýsingarnar hefðu verið teknar í ekta íslensku skítaveðri í Skútuvogi. Sigurður Ingi var líka að ferðast í auglýsingu fyrir Framsóknarflokkinn. En heiðarlega, á bíl. „Hann er maður sem ég vil kynnast betur. Ég held að hann sé geggjaður í veislum. En þótt hann hafi verið með belti, er þetta ekki svolítil áhættuhegðun? Að taka upp auglýsingu og keyra? Það er eitt að tala í símann og keyra og eitthvað allt annað að stara í myndavél, tala og keyra. Þetta er maður sem teflir á tæpasta vað!“ Um tónlistarmyndband Samfylkingar þar sem Dr. Gunni syngur texta Hallgríms Helgasonar við lag Bigga veiru segist Andri halda að það trekki fáa unga kjósendur að. „Ég held að ungu fólki sé alveg jafn mikið sama um kosningar og Hallgrím og Dr. Gunna. Ef þetta væri Sturla Atlas eða Aron Caan, já, þá kannski myndu þau hlusta. Ungu kjósendurnir líta eflaust hver á annan og segja: Er þetta ekki kallinn sem gerði Prumpulagið þegar við vorum lítil? Með fullri virðingu fyrir þessum toppmönnum þá eru jafn margir að fara að kjósa út af þessu myndbandi og fara á tónleika Ghostigital á Gauknum. Þetta er ekki allra og myndbandið gerir mig hræddan og stressaðan.“ Ein uppákoma í kosningabaráttunni segir Andri Freyr að komi niður á nágrenni sínu. „Já, mesti skellurinn við formannsskipti Viðreisnar er að nú verður enginn ráðherra í götunni minni.“ Andri Freyr vill frekar sitja með meðlimum Bjartrar framtíðar á bar en að fylgjast með þeim á þingi. „Þau eru frábær og skemmtileg, ég held það sé geggjað að sitja með þeim á bar. Ég vil líka aftur geta hlustað á HAM og farið á HAM tónleika án þess að vera að hugsa: þetta er alþingismaður að headbanga og garga.“En hvað með kveikjuna að þessum kosningum? „Ég er því miður hræddur um að það sé talað jafnmikið um uppreist æru og myglu í húsum í þessari kosningabaráttu. Við erum alltaf allt of fljót að gleyma. En það segi ég vitandi ekki neitt um pólitík.“ Lára Guðrún Jóhönnudóttir segir rödd „freku kallanna“ fara lækkandi og vera að takast að koma í veg fyrir þöggunartilburði þeirra.Vísir/VilhelmRödd freku kallanna lækkar Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur sem steig fram í sumar og lýsti baráttu sinni við heilbrigðiskerfið eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein hefur fundist kosningabaráttan einkennast af örvæntingu og óðagoti. „Sem er svo sem ekkert óeðlilegt miðað við hversu óvæntur aðdragandi kosninganna var,“ segir Lára og nefnir það sem henni finnst best áberandi. „Hversu hratt rödd „freku kallanna“ fer lækkandi og hversu hratt okkur er að takast að koma í veg fyrir frekari þöggunartilburði þeirra. Hins vegar eru ennþá nokkrir gamlir „refir“ sem eru svo uppteknir að svara fyrir eigin skít og skandala að þeir eiga í raun ekkert erindi í nútímastjórnmál, við höfum hvorki pláss né tíma fyrir eiginhagsmunaseggi sem kunna ekki að setja sig í spor annarra,“ segir Lára. „Það vantar meiri náungakærleik og meiri vilja til samvinnu.“ Hún er hrifnust af herferð Pírata. „Þeir hafa einblínt á samfélagsmiðla, opna fundi og eru ekkert að spreða í einhverjar sjónvarpsauglýsingar sem birtast í línulegri dagskrá. Þeirra herferð byggist á því að treysta unga fólkinu til að mæta á kjörstað og ég hef fulla trú á því að þeir sem eru nýkomnir með kosningarétt mæti og kjósi það sem er rétt fyrir þá. X-D herferðin er vandræðalega klaufaleg, fullt af einhverjum súluritum með tölum sem gefa skakka mynd af raunveruleikanum, sem gefur einnig til kynna að þau haldi að kjósendur séu meðfærilegir sauðir sem kunna ekki að rýna í eða nálgast rétta tölfræði sjálfir.“ Lára segist finna fyrir vilja til að gera betur í heilbrigðismálum. „Það er margt sem þarf að bæta, nýja greiðsluþátttökukerfið er svo sannarlega engin töfralausn og ég held það sé engum frambjóðanda í hag að reyna að kaupa atkvæði á því að stæra sig af því.“ Kosningar 2017 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Kosningabaráttan hefur verið eftirminnileg fyrir margar sakir. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í baráttuna bæði í gamni og af alvöru. Draumurinn er að enginn fari að kjósa „Þessar kosningar eru algjört grín fyrir mér,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri. „Til að byrja með var þetta svolítið fyndið, tragíkómískt. En svo varð þetta bara tragískt. Aðallega af því þetta er svo mikið bull. Eiginlega er þetta frekar leiðinleg sápuópera. Af því að sápuópera byggir á ákveðinni formúlu. Hún er fyrirsjáanleg og langdregin, gengur út á sömu brandarana og dramatíkina. Börnin þín eru barnabörnin mín! Eða eitthvað álíka. Þetta er svo fríkuð hegðun. Við erum alltaf að endurtaka hana og það er svo mikil geðveiki því útkoman er alltaf sú sama,“ segir Kolfinna sem frumsýndi í gær verkið Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson með leikhópnum Frúardegi í MR ásamt Steineyju Skúladóttur. Í verkinu er dregin fram ýkt útgáfa af hegðun mannsins. Kolfinnu er verkið ofarlega í huga þegar hún fylgist með kosningabaráttunni. Kolfinna segir lýðræði á Íslandi blekkingu. „Já, blekking, því að við erum ekki upplýst. Ég held að það væri betra fyrir okkur að hafa hér menntað einræði heldur en þetta sem ég myndi kalla auglýsingalýðræði. Við erum ekki hæf til að ráða okkur sjálf. Við erum bara vitleysingar. Lýðræðið er lygi, það er ekki satt að allir geti verið hvað sem er. Það geta ekki allir verið listamenn. Það geta ekki allir verið bankamenn. Það geta ekki allir verið gördjöss. Þetta er bara skrýtinn hugsunarháttur. Ég vil eitthvað annað. Draumurinn minn er að enginn fari að kjósa. Það verði ekkert einasta atkvæði í kjörkassanum. Fyrir utan atkvæði frambjóðenda að kjósa sig sjálfa. Engin önnur.“Anna Katrín Snorradóttir er ein þeirra kvenna sem eru að baki þeirri atburðarás sem felldi ríkisstjórnina.Röng mynd dregin upp Anna Katrín Snorradóttir er sjötta konan sem lagði fram kæru á hendur Roberti Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni. Hún er ein þeirra kvenna sem eru að baki þeirri atburðarás sem felldi ríkisstjórnina. Dagblaðið Politiken stillti þolendum upp á forsíðu í gær í umfjöllun um það af hverju gengið er til kosninga á Íslandi í dag. Önnu Katrínu finnst kosningabaráttan hafa einkennst af því að röng mynd sé dregin upp af því af hverju nú er gengið til kosninga „Það er forðast að ræða það og gert lítið úr því. Umræðunni er beint eitthvert allt annað, það eru hins vegar nokkrir flokkar sem hafa tekið á alvöru málsins. Ég trúi Pírötum þegar þeir segja: Í okkar framtíð hafa þolendur rödd. Þeir eru trúverðugir og einnig Samfylking sem er með herferð gegn ofbeldi. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænu framboði spurt spurninga sem skipta máli. Þessir flokkar eru veigamestir í mínum huga hvað þetta varðar. Þá finnst mér Píratar fremstir í því að tala við fólkið í landinu. Þeir hafa hlustað á okkur, hafa átt alvöru samtal við okkur. Því það erum við, brotaþolar, sem höfum þekkinguna á því hvað það er sem þarf að laga. Þeir gripu baráttuna með okkur. Börðust fyrir okkur þegar við höfðum ekki rödd. Spurðu: Hvað vantar ykkur til að fá réttlæti? Svo gengu þeir beint í það. Er það ekki einmitt þetta sem við viljum að stjórnmál snúist um?Forsíða Politiken í gær.Við erum öll þakklát þeirra vinnu. Það hefði tekið okkur mun lengri tíma að ná fram svörum ef ekki hefði verið til dæmis fyrir Þórhildi Sunnu. Það er erfitt í íslenskum stjórnmálum að fá áheyrn. Við þolendur höfum ekki fengið nein svör frá Sjálfstæðisflokknum. Þó að við höfum ávarpað þau beint í opnum póstum til þeirra á Facebook. Bjarna Benediktsson, Sigríði Andersen, Brynjar Níelsson og fleiri. En þau svöruðu okkur ekki. Þau svöruðu Bergi Þór þegar hann spurði. En ekki okkur. Það segir mikið,“ segir Anna Katrín og segir svaraleysið vanvirðingu. „Þess utan hefur mér fundist baráttan á neikvæðum nótum. Einkennast af rifrildi og leiðindum, þrætum um litla hluti þar sem er gert lítið úr andstæðingnum til að lyfta sér upp. Það eru allir komnir með nóg af þessu og ég hef sagt að ég sé með ofnæmi fyrir pólitík. Þá hef ég lítið tekið eftir mörgum flokkum í framboði. Mér finnst þeir ekki tala til mín sem kjósanda. Ég vil taka upplýsta ákvörðun en það er eins og þeir hafi ekki áhuga á samtali við stóran hóp kjósenda. Ég ber ofboðslega lítið traust til flestra stjórnmálaflokka. Nema Pírata, þeir hafa unnið sér mitt traust. Ég er ekkert feimin við að segja að ég muni kjósa þá. Það er vegna þessa viðmóts. Þau eru fólk eins og við, setja sig ekki ofar okkur og eru tilbúin að hlusta og vinna fyrir okkur.“ Logi Bergmann segir ekki vera hægt að ná árangri í pólitík nema að vera skemmtilegur. Þú verður að hafa áhuga á fólki og mannlífi.Mögnuð leiðindi „Mér finnst kosningabaráttan hafa einkennst af mögnuðum leiðindum,“ segir Logi Bergmann fjölmiðlamaður. Eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, starfar sem aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Það sem er merkilegt er að það eru örfáir sem láta svona, það er ákveðið fólk sem virðist hafa endalausan tíma til að hjóla í fólk með óforskömmuðum hætti. Þetta er voða mikið umburðarlynt fólk. En það er greinilega kvóti á umburðarlyndinu.“ Logi sér þó nokkra jákvæða punkta í kosningabaráttunni. „Ég get nefnt auglýsingu frá Framsókn. Framsókn fyrir unga fólkið. Willum Þór tekst að sjarma með aulahúmor og talar til Fram: Frammarar, viljið þið ekki fara í sókn? Mér finnst þessi gleði og aulahúmor skemmtilegur,“ segir hann. „Ég hef þá kenningu að þú getir ekki náð árangri í pólitík nema að vera skemmtilegur. Þú verður að hafa áhuga á fólki og mannlífi. En að vera stjórnmálamaður í dag, það er örugglega erfitt að sitja undir þessum leiðindum.“ Logi segist myndu taka vel á móti Vinstri grænum vildu þau koma í heimsókn til hans. „Mér finnst það mjög fyndið. Þau komu víst til mín en ég var ekki heima. Ég þekki reyndar ekki aðra sem hafa fengið þau í heimsókn. Kannski taka þau bara mynd af sér á einhverju götuhorni og setja á Facebook. En ég myndi sko taka vel á móti þeim.“ Hann segir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins hafa verið erfiða en hefðbundna. „Já, þetta er búin að vera erfið barátta en hefðbundin. Skýr skilaboð og auglýsingaherferðin áferðarfalleg. Gengið um í fallegum haustlitum. Maður sér líka óvenjumarga frambjóðendur. Það er jákvætt.“Kökubakstur Bjarna Benediktssonar ergir suma? „Hann bakaði köku fyrir afmæli dóttur sinnar, sem á afmæli á sama tíma í ár og í fyrra, og svo í einhverjum þætti. Hann hefur ekki bakað mikið í þessari kosningabaráttu. Honum finnst bara gaman að baka! Annars verður sumt fólk alveg ofsalega reitt yfir þessum kökubakstri. Reiðin yfir kökunum er rosaleg. Kökurnar eru bara svakalegur trigger. Fólk fer í alls konar myndlíkingar um samfélagið og er bara brjálað. Maðurinn er bara að baka,“ segir Logi. Það er grúppa á Facebook þar sem 50 þúsund manns birta myndir ef þeir færa vasa. Þannig að ég skil ekki æsinginn.“ Um formannsskipti Viðreisnar segir Logi: „Mér finnst þau svolítið týnd. Þetta lá samt í loftinu. Einhvern veginn finnst mér eins og allir hafi vitað það nema Benedikt. En annars er stutt síðan það var kosið síðast, þau lögðu allt á borðið þá. Það er erfitt fyrir þau að gera annað en vera bara samkvæm sjálfum sér og vera ekkert að lofa einhverju nýju.“ Og Björt framtíð. Kulnun er orð sem kemur upp í huga Loga. „Þau eru bara búin á því. Það vill enginn vera nálægt þeim og smitast af vondu gengi þeirra. Kulnun í starfi, það er það sem mér dettur í hug. Kannski fólki hafi eftir allt saman ekki fundist tilefni til stjórnarslita?“ Píratar hafa í kosningabaráttunni unnið með framtíðarsýn. Logi segir fáa áberandi í baráttunni. „Ég upplifi að það séu helst tveir sterkir einstaklingar sem eru áberandi. Helgi Hrafn og Þórhildur Sunna. Þau eru áberandi. Það er reyndar það sama og allir gömlu flokkarnir gera og hefur gefist vel. Samfylkingin hefur verið á siglingu. Fara úr nánast engu fylgi yfir í að verða einn af þeim stærstu. Trúði því einhver? Já, ég vissi alltaf að þau kæmu aftur. Mér finnst það lúmskt skemmtilegt með lýðræðisflokk eins og Samfylkingu að það var handvalið á listann. En listinn er vel heppnaður og það væri gaman að hafa til dæmis Guðmund Andra á þingi. Hann er skemmtilegur og kemur vel fyrir sig orði.“ Samfylkingin gerði tónlistarmyndband sem hefur vakið mikla eftirtekt. Textinn er eftir Hallgrím Helgason, lagið eftir Bigga veiru og Dr. Gunni syngur. Logi segir myndbandið níð. „Súpermálaefnalegt að láta banana dansa í kringum kúk. Það er ekki bara Miðflokkurinn sem hefur verið að leika sér í Paint. Þetta vídeó er allt það versta við þessa kosningabaráttu. Níð, amatörismi og hallærisheit.“ Logi segir Miðflokkinn slæm tíðindi fyrir Flokk fólksins. „Miðflokkurinn var mjög slæm tíðindi fyrir Flokk fólksins. Þú þarft ekki að vera geimvísindamaður til að átta þig á því. Lógóið er svo auðvitað skrýtin redding. Það er varla hægt að búa til stjórnmálaflokk á nokkrum vikum. En það er tilvalið fyrir ungliðahreyfinguna að vera með svona My Little Pony útgáfu. Þetta verður nú atriði í skaupinu.“Andri Freyr Viðarsson hafði miklar áhyggjur af því að eiga ekki veitingar ef Vinstri græn myndu kíkja í heimsókn.Enginn ráðherra í götunni lengur „Ég er orðinn hundleiður á kosningatali. Ég vinn í útvarpi og það er bara ekki hægt að bjóða upp á þetta blaður endalaust,“ segir Andri Freyr Viðarsson, fjölmiðlamaður á RÚV. Hann viðurkennir þó að sér hafi þótt spennandi endurkoma Sigmundar Davíðs í stjórnmálin. „Ég er sko enginn sérstakur aðdáandi Sigmundar Davíðs. Eða Katrínar. Eða einhvers annars. En ég verð að viðurkenna að þegar hann mætti á skjáinn þá opnaði ég mér bjór og sagði við konuna mína hvað ég hefði saknað hans. Hann er geggjaður og hefur engu gleymt.“ Hann er ekki hrifinn af heimsóknum Vinstri grænna heim til fólks. „Mér finnst þetta agalegt. Ég bý í hverfi þar sem þau hótuðu að koma í heimsókn. Ég var heima hjá mér eins og krakkfíkill með paranoju. Fór út með ruslið og leit í kringum mig eftir þeim. Ég meina, hvað á ég að gera? Ég bý í lítilli íbúð. Á ég að bjóða fjórum fullorðnum inn til mín. Það eru bara fjórir stólar í eldhúsinu og við fjöllan erum fjögur, sorrí VG. Ég hafði líka mjög miklar áhyggjur af því að eiga ekki veitingar og svona,“ segir Andri Freyr. Þá berst talið að auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins þar sem gengið var í haustlitunum í fallegri náttúru. „Ég veit að þau fóru ekkert í göngutúr. Þeim var bara keyrt á Benz-bifreið, svo gengu þau tíu metra til og frá. Ég hef unnið í sjónvarpi og veit hvernig þetta virkar. Ég hefði tekið miklu meira mark á þeim ef auglýsingarnar hefðu verið teknar í ekta íslensku skítaveðri í Skútuvogi. Sigurður Ingi var líka að ferðast í auglýsingu fyrir Framsóknarflokkinn. En heiðarlega, á bíl. „Hann er maður sem ég vil kynnast betur. Ég held að hann sé geggjaður í veislum. En þótt hann hafi verið með belti, er þetta ekki svolítil áhættuhegðun? Að taka upp auglýsingu og keyra? Það er eitt að tala í símann og keyra og eitthvað allt annað að stara í myndavél, tala og keyra. Þetta er maður sem teflir á tæpasta vað!“ Um tónlistarmyndband Samfylkingar þar sem Dr. Gunni syngur texta Hallgríms Helgasonar við lag Bigga veiru segist Andri halda að það trekki fáa unga kjósendur að. „Ég held að ungu fólki sé alveg jafn mikið sama um kosningar og Hallgrím og Dr. Gunna. Ef þetta væri Sturla Atlas eða Aron Caan, já, þá kannski myndu þau hlusta. Ungu kjósendurnir líta eflaust hver á annan og segja: Er þetta ekki kallinn sem gerði Prumpulagið þegar við vorum lítil? Með fullri virðingu fyrir þessum toppmönnum þá eru jafn margir að fara að kjósa út af þessu myndbandi og fara á tónleika Ghostigital á Gauknum. Þetta er ekki allra og myndbandið gerir mig hræddan og stressaðan.“ Ein uppákoma í kosningabaráttunni segir Andri Freyr að komi niður á nágrenni sínu. „Já, mesti skellurinn við formannsskipti Viðreisnar er að nú verður enginn ráðherra í götunni minni.“ Andri Freyr vill frekar sitja með meðlimum Bjartrar framtíðar á bar en að fylgjast með þeim á þingi. „Þau eru frábær og skemmtileg, ég held það sé geggjað að sitja með þeim á bar. Ég vil líka aftur geta hlustað á HAM og farið á HAM tónleika án þess að vera að hugsa: þetta er alþingismaður að headbanga og garga.“En hvað með kveikjuna að þessum kosningum? „Ég er því miður hræddur um að það sé talað jafnmikið um uppreist æru og myglu í húsum í þessari kosningabaráttu. Við erum alltaf allt of fljót að gleyma. En það segi ég vitandi ekki neitt um pólitík.“ Lára Guðrún Jóhönnudóttir segir rödd „freku kallanna“ fara lækkandi og vera að takast að koma í veg fyrir þöggunartilburði þeirra.Vísir/VilhelmRödd freku kallanna lækkar Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur sem steig fram í sumar og lýsti baráttu sinni við heilbrigðiskerfið eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein hefur fundist kosningabaráttan einkennast af örvæntingu og óðagoti. „Sem er svo sem ekkert óeðlilegt miðað við hversu óvæntur aðdragandi kosninganna var,“ segir Lára og nefnir það sem henni finnst best áberandi. „Hversu hratt rödd „freku kallanna“ fer lækkandi og hversu hratt okkur er að takast að koma í veg fyrir frekari þöggunartilburði þeirra. Hins vegar eru ennþá nokkrir gamlir „refir“ sem eru svo uppteknir að svara fyrir eigin skít og skandala að þeir eiga í raun ekkert erindi í nútímastjórnmál, við höfum hvorki pláss né tíma fyrir eiginhagsmunaseggi sem kunna ekki að setja sig í spor annarra,“ segir Lára. „Það vantar meiri náungakærleik og meiri vilja til samvinnu.“ Hún er hrifnust af herferð Pírata. „Þeir hafa einblínt á samfélagsmiðla, opna fundi og eru ekkert að spreða í einhverjar sjónvarpsauglýsingar sem birtast í línulegri dagskrá. Þeirra herferð byggist á því að treysta unga fólkinu til að mæta á kjörstað og ég hef fulla trú á því að þeir sem eru nýkomnir með kosningarétt mæti og kjósi það sem er rétt fyrir þá. X-D herferðin er vandræðalega klaufaleg, fullt af einhverjum súluritum með tölum sem gefa skakka mynd af raunveruleikanum, sem gefur einnig til kynna að þau haldi að kjósendur séu meðfærilegir sauðir sem kunna ekki að rýna í eða nálgast rétta tölfræði sjálfir.“ Lára segist finna fyrir vilja til að gera betur í heilbrigðismálum. „Það er margt sem þarf að bæta, nýja greiðsluþátttökukerfið er svo sannarlega engin töfralausn og ég held það sé engum frambjóðanda í hag að reyna að kaupa atkvæði á því að stæra sig af því.“
Kosningar 2017 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira