Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. október 2017 14:15 Valtteri Bottas var snöggur á föstudegi í Mexíkó. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Bottas var fljótastur og Hamilton annar, báðir á últra-mjúkum dekkjum. Margir ökumenn áttu erfitt með að fóta sig á rykugri brautinni. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fjórði. Ferrari ökumennirnir, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í fimmta og sjötta sæti. Báðir Ferrari ökumennirnir misstu bílana sína út fyrir braut á æfingunni. Bæði Red Bull og Ferrari mennirnir voru á ofur-mjúkum dekkjum. Harðari gerð en Mercedes. Varaökumenn voru mikið að spreyta sig á æfingunni. Antonio Giovinazzi og Charles Leclerc, sem eru á mála hjá Ferrari fengu tækifæri á æfingunni, annar á Haas bíl og hinn á Sauber bíl. Sean Geael fékk tækifæri í Toro Rosso bílnum og Alfonso Celis Jr. fékk að spreyta sig á Force India bílnum.Daniel Ricciardo kemur inn í leikvanginn á æfingu í Mexíkó.Vísir/GettySeinni æfinginRicciardo var fljótastur en Hamilton varð annar líkt og á fyrri æfingunni. Hamilton tók léttan snúning á æfingunni en rétt náði að stöðva bílinn áður en hann endaði á varnarvegg. Verstappen var þriðji hraðasti ökumaðurinn á æfingunni en hann missti af megninu af henni vegna vélavandræða. Vettel var fjórði en þurfti að hætta við eina tilraun sína þegar slökkvitæki í Ferrari bílnum fór í gang. Munurinn á eftstu mönnum var mjög lítill. Fyrstu sex voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Það má því vænta þess að tímatakan verði æsispennandi í Mexíkó á eftir. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50 í dag, laugardag á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Bottas var fljótastur og Hamilton annar, báðir á últra-mjúkum dekkjum. Margir ökumenn áttu erfitt með að fóta sig á rykugri brautinni. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fjórði. Ferrari ökumennirnir, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í fimmta og sjötta sæti. Báðir Ferrari ökumennirnir misstu bílana sína út fyrir braut á æfingunni. Bæði Red Bull og Ferrari mennirnir voru á ofur-mjúkum dekkjum. Harðari gerð en Mercedes. Varaökumenn voru mikið að spreyta sig á æfingunni. Antonio Giovinazzi og Charles Leclerc, sem eru á mála hjá Ferrari fengu tækifæri á æfingunni, annar á Haas bíl og hinn á Sauber bíl. Sean Geael fékk tækifæri í Toro Rosso bílnum og Alfonso Celis Jr. fékk að spreyta sig á Force India bílnum.Daniel Ricciardo kemur inn í leikvanginn á æfingu í Mexíkó.Vísir/GettySeinni æfinginRicciardo var fljótastur en Hamilton varð annar líkt og á fyrri æfingunni. Hamilton tók léttan snúning á æfingunni en rétt náði að stöðva bílinn áður en hann endaði á varnarvegg. Verstappen var þriðji hraðasti ökumaðurinn á æfingunni en hann missti af megninu af henni vegna vélavandræða. Vettel var fjórði en þurfti að hætta við eina tilraun sína þegar slökkvitæki í Ferrari bílnum fór í gang. Munurinn á eftstu mönnum var mjög lítill. Fyrstu sex voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Það má því vænta þess að tímatakan verði æsispennandi í Mexíkó á eftir. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50 í dag, laugardag á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30
Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00