Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 15:08 Á annað þúsund íbúðar- og verslunarhúsa hafa orðið eldunum að bráð í norðanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg. Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32