Kórar Íslands: Flugfreyjukór Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2017 10:04 Flugfreyjukór Icelandair. Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans. Kórar Íslands Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans.
Kórar Íslands Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning