Freyr: Sumir að taka fram úr okkur og því má ekki sofna á verðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 19:15 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45
Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30
Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58