Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. október 2017 06:00 Gljúfrin í Stóru-Laxá hafa aðdráttarafl fyrir laxa og stangveiðimenn. Mynd/Björgófur Hávarðsson „Við ætlum að reyna að nýta þetta svæði í uppeldi á seiðum,“ segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi og formaður Stóru-Laxárdeildar Veiðifélags Árnesinga, sem freistar þess að auka laxgengd í ánni með því að flytja hrygningarlax upp á ófiskgeng svæði. Til stóð að flytja tíu laxapör upp fyrir stóran foss til móts við Uppgöngugil í Stóru-Laxárgljúfrum og að ólaxgengu svæði nærri gangnamannaskálanum Helgaskála, sunnan Geldingafells. Leyfi fékkst til að veiða fiskana utan lögbundins veiðitíma á flugu á neðsta veiðisvæði Stóru-Laxár í byrjun október og flytja upp eftir. Þegar upp var staðið náðust þó aðeins þrír hængar og þrjár hrygnur í þessari atrennu að sögn Estherar. „Þetta er kjörlendi fyrir lax að alast upp og vonandi fáum við meiri laxagengd í ána á eftir,“ segir Esther og bendir á að um sé að ræða aðferð sem þurfi að endurtaka á hverju hausti enda komist laxinn sem elst þar upp ekki þangað að nýju til hrygningar eftir að hafa gengið til sjávar tveggja ára gamall. „Það verður rannsakað hvort þarna eru seiði næsta sumar. Ef þetta virkar erum við með ágætis lausn. Þetta er náttúrulegri aðferð og ódýrari en að vera í klaki og kreista hrygnur og ala upp allan veturinn,“ segir Esther. Að sögn Estherar eru laxarnir sex nú í kistum á ófiskgenga svæðinu. „Við látum þá aðlagast vatninu og hitastiginu og bíðum með að sleppa þeim þangað til þeir eru alveg að fara að hrygna. Það er best því þá eru meiri líkur á að þeir séu kyrrir þar sem þeir eru og fari ekki niður.“ Fram kemur í umsögn Hafrannsóknastofnunar um verkefnið að Stóra-Laxá sé fiskgeng 41 kílómetra. Metnir hafi verið 17 kílómetrar á svæðinu þar fyrir ofan. „Ekki hafa öll mögulega nýtanleg ófiskgeng svæði verið metin en ljóst er að talsverðir möguleikar eru til nýtingar þeirra á vatnasvæði Stóru-Laxár,“ segir stofnunin. Meðalveiði í ánni síðustu tíu ár sé 745 laxar á sumri. Esther segir menn ekki hafa lagt niður fyrir sér hversu mikið verkefnið gæti aukið við laxagengd í Stóru-Laxá. Aðspurð hvort ekki eigi jafnvel að gera fossinn við Uppgöngugil fiskgengan segist hún sjálf spyrja sig að því af hverju það hafi ekki verið gert fyrir löngu. Ekki standi til að gera það nú. „Við höfum ekki farið út í það að raska náttúrunni þarna,“ segir hún. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps gaf nýverið neikvæða umsögn til Orkustofnunar varðandi endurnýjun rannsóknarleyfis til Landsvirkjunar vegna mögulegrar virkjunar með tilheyrandi stíflugerð í efri hluta Stóru-Laxár. Esther segist vonast til að það mál sé þar með úr sögunni. „Þetta myndi skerða mjög uppeldissvæði seiða því gljúfrin myndu nánast þurrkast upp þar sem laxinn hrygnir,“ útskýrir formaður Stóru-Laxárdeildarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
„Við ætlum að reyna að nýta þetta svæði í uppeldi á seiðum,“ segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi og formaður Stóru-Laxárdeildar Veiðifélags Árnesinga, sem freistar þess að auka laxgengd í ánni með því að flytja hrygningarlax upp á ófiskgeng svæði. Til stóð að flytja tíu laxapör upp fyrir stóran foss til móts við Uppgöngugil í Stóru-Laxárgljúfrum og að ólaxgengu svæði nærri gangnamannaskálanum Helgaskála, sunnan Geldingafells. Leyfi fékkst til að veiða fiskana utan lögbundins veiðitíma á flugu á neðsta veiðisvæði Stóru-Laxár í byrjun október og flytja upp eftir. Þegar upp var staðið náðust þó aðeins þrír hængar og þrjár hrygnur í þessari atrennu að sögn Estherar. „Þetta er kjörlendi fyrir lax að alast upp og vonandi fáum við meiri laxagengd í ána á eftir,“ segir Esther og bendir á að um sé að ræða aðferð sem þurfi að endurtaka á hverju hausti enda komist laxinn sem elst þar upp ekki þangað að nýju til hrygningar eftir að hafa gengið til sjávar tveggja ára gamall. „Það verður rannsakað hvort þarna eru seiði næsta sumar. Ef þetta virkar erum við með ágætis lausn. Þetta er náttúrulegri aðferð og ódýrari en að vera í klaki og kreista hrygnur og ala upp allan veturinn,“ segir Esther. Að sögn Estherar eru laxarnir sex nú í kistum á ófiskgenga svæðinu. „Við látum þá aðlagast vatninu og hitastiginu og bíðum með að sleppa þeim þangað til þeir eru alveg að fara að hrygna. Það er best því þá eru meiri líkur á að þeir séu kyrrir þar sem þeir eru og fari ekki niður.“ Fram kemur í umsögn Hafrannsóknastofnunar um verkefnið að Stóra-Laxá sé fiskgeng 41 kílómetra. Metnir hafi verið 17 kílómetrar á svæðinu þar fyrir ofan. „Ekki hafa öll mögulega nýtanleg ófiskgeng svæði verið metin en ljóst er að talsverðir möguleikar eru til nýtingar þeirra á vatnasvæði Stóru-Laxár,“ segir stofnunin. Meðalveiði í ánni síðustu tíu ár sé 745 laxar á sumri. Esther segir menn ekki hafa lagt niður fyrir sér hversu mikið verkefnið gæti aukið við laxagengd í Stóru-Laxá. Aðspurð hvort ekki eigi jafnvel að gera fossinn við Uppgöngugil fiskgengan segist hún sjálf spyrja sig að því af hverju það hafi ekki verið gert fyrir löngu. Ekki standi til að gera það nú. „Við höfum ekki farið út í það að raska náttúrunni þarna,“ segir hún. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps gaf nýverið neikvæða umsögn til Orkustofnunar varðandi endurnýjun rannsóknarleyfis til Landsvirkjunar vegna mögulegrar virkjunar með tilheyrandi stíflugerð í efri hluta Stóru-Laxár. Esther segist vonast til að það mál sé þar með úr sögunni. „Þetta myndi skerða mjög uppeldissvæði seiða því gljúfrin myndu nánast þurrkast upp þar sem laxinn hrygnir,“ útskýrir formaður Stóru-Laxárdeildarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði