Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Myndir af svæðinu þar sem sprengingin varð lýsa mikilli skelfingu. Talið er víst að herskáir íslamistar úr röðum al-Shabab hafi staðið fyrir árásinni. Fréttablaðið/EPA Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira