Taglið sem slíkt dettur aldrei úr tísku en undanfarið höfum við séð nýjar og skemmtilegar útgáfur af þessari annars einföldu hárgreiðslu. Nú er því góður tími til að prufa sig áfram með hárið og fá innblástur af þessum myndum hér - allt sem þú þarft eru góðar teygjur, spennur og mögulega hársprey til að halda öllu á sínum stað.





