Fjölmörgum leikjum er lokið í Evrópudeild UEFA í kvöld. Arsenal náði að merja sigur gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad.
Sigurmark Arsenal kom undir lokin en það skoraði Olivier Giroud með laglegri bakfallsspyrnu.
Mario Balotelli tilkynnti að hann væri orðinn faðir í gær og hann fylgdi því eftir með því að skora fyrir Nice gegn Lazio eftir aðeins þrjár mínútur í kvöld. Það dugði ekki til því Lazio vann leikinn, 1-3.
Úrslit:
Rauða Stjarnan - Arsenal 0-1
Lugano - Viktoria Plzen 3-2
Hapoel Be'er Sheva - FCSB 1-2
Östersunds - Athletic 2-2
Zorya - Hertha 2-1
BATE - Köln 1-0
Konyaspor - Salzburg 0-2
Marseille - Vitoria Guimaraes 2-1
Nice - Lazio 1-3
Zulte Waregem - Vitesse 1-1
Zenit - Rosenborg 3-1
Vardar - Real Sociedad 0-6
Staðan í Evrópudeildinni.
