Formannaáskorun Vísis: Tíu ára og áttaði sig á að fátækt væri til á Akureyri Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2017 11:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var tíu ára þegar hann áttaði sig á því að fátækt fólk væri til á Akureyri. Mystic River er uppáhalds bíómyndin hans en Logi heldur einnig upp á Grease og Saturday Night Fever. Ef hann ætti að ráða einhvern til að leika sig myndi hann velja Dóra DNA. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Loga við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna hafa verið birt á undanförnum dögum og nú er komið að Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.Skriðjöklar á 150 ára afmæli Akureyrar.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það hefur alltaf orkað sterkt á mig að standa fyrir opnu hafi og upplifa krafta þess. Ég nefni því Langanes og Reykjanes. Akureyri fóstraði mig og umbar, þrátt fyrir að ég hafi kannski ekki alltaf verið henni auðveldur. Mér þykir því alltaf vænst um hana.Varstu sumar í sveit? Nei, ég var upptekin við það að æfa fótbolta og leika mér við krakkana í hverfinu.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Einfaldan heimilismat; fisk í raspi og gott lambakjöt. Það sést líka kannski svolítið utan á mér.Ég að spila á gítar með frænda mínum Kött Grá Pje.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Ég held hann sé af gerðinni Nissan Qashqai. Ég er lítill áhugamaður um bíla og hef því ekki hirt um að láta skíra hann. Reyndar er hann orðin 12 ára gamall og ferming stæði fyrir dyrum, ef ég vildi persónugera hann.Hver er draumabíllinn? Volvo að sjálfsögðu. Sósíal demókratískt tækniundur sem setur öryggið á oddinn. Hann þyrfti þó helst að vera drifin áfram af rafmagni.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Þeir eru eflaust margir en yfirleitt svo sauðmeinlausir að það tekur því varla að nefna þá.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Stundum finnst mér lífið einn allsherjar hrekkur. Fullt af óvæntum aðstæðum og áskorunum. En ef maður tekur þeim af æðruleysi, kemur oftast eitthvað gott út úr því.Uppáhalds tónlistarmaður? Bob Dylan, Lou Reed og Bubbi Morthens.Hefur þú komist í kast við lögin? Ég hef nokkrum sinnum fengið hraðasektir.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Það fer svolítið eftir tilefni og félagsskap. Best finnst mér að fá mér rauðvínsglas í eldhúsinu með konunni minni. Það er þó auðvitað ekki síður hún en rauðvínið sem veitir mér ánægjuna.Uppáhalds bókin? Því er auðsvarað. Heimsljós og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes.Uppáhalds bíómynd? Dulá eða Mystic River, með Sean Penn, Tim Robbins og Kevin Bacon. Leikstýrð af Clint Eastwood.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Grease og Saturday night fever.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Vicious með Lou Reed.Hefur þú farið í Costco? JáHefur þú farið í H&M á Íslandi? Ekki enn þá en hún er mín kirkja á ferðalögum erlendis.Hefur þú migið í saltan sjó? Já ég var háseti á Sólborgu SU 202 frá Fáskrúðsfirði.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Helst bæði.Með Hrönn systur minni.Uppáhalds þynnkumatur? Í seinni tíð reyni ég að forðast að verða of timbraður. Í gamla daga var það slímugur hamborgari, nú vel ég að drekka mikið af vatni.Ananas á pizzu? Ég vel Jesús pizzu að hætti Ingu mágkonu: Sardínur í olíu, kartöflur, kapers og laukur.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Ég myndi panta Dóra DNA.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Allar sem starfa með réttlæti, jöfnuð, mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ég hef valið að starfa í Samfylkingunni.Með Hrefnu dóttur minni í Róm.Trúir þú á líf eftir dauðan? Nei, eins gaman og mér þykir að lifa lífinu lifandi, finnst mér það notaleg tilhugsun að leggjast til svefns gamall maður til eilífðarhvíldar.Hefur þú átt gæludýr? Ég á alltaf ketti.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Þór/KA.Sterkasta minning úr æsku? Þegar ég kom heim tilskólafélaga míns eftir fótboltaæfingu þegar ég var 10 ára og það var ekki til matur í ísskápnum og ég áttaði mig á að það var raunverulega til fátækt fólk á Akureyri.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Mér leið satt að segja undarlega þegar ég áttaði mig óvænt á því að ég væri orðinn formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30 Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30 Formannaáskorun Vísis: Setti jólin hjá Illuga í uppnám og pissaði á sig af ótta við lögregluna Bjarni Benediktsson heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. 19. október 2017 15:00 Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var tíu ára þegar hann áttaði sig á því að fátækt fólk væri til á Akureyri. Mystic River er uppáhalds bíómyndin hans en Logi heldur einnig upp á Grease og Saturday Night Fever. Ef hann ætti að ráða einhvern til að leika sig myndi hann velja Dóra DNA. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Loga við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna hafa verið birt á undanförnum dögum og nú er komið að Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.Skriðjöklar á 150 ára afmæli Akureyrar.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það hefur alltaf orkað sterkt á mig að standa fyrir opnu hafi og upplifa krafta þess. Ég nefni því Langanes og Reykjanes. Akureyri fóstraði mig og umbar, þrátt fyrir að ég hafi kannski ekki alltaf verið henni auðveldur. Mér þykir því alltaf vænst um hana.Varstu sumar í sveit? Nei, ég var upptekin við það að æfa fótbolta og leika mér við krakkana í hverfinu.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Einfaldan heimilismat; fisk í raspi og gott lambakjöt. Það sést líka kannski svolítið utan á mér.Ég að spila á gítar með frænda mínum Kött Grá Pje.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Ég held hann sé af gerðinni Nissan Qashqai. Ég er lítill áhugamaður um bíla og hef því ekki hirt um að láta skíra hann. Reyndar er hann orðin 12 ára gamall og ferming stæði fyrir dyrum, ef ég vildi persónugera hann.Hver er draumabíllinn? Volvo að sjálfsögðu. Sósíal demókratískt tækniundur sem setur öryggið á oddinn. Hann þyrfti þó helst að vera drifin áfram af rafmagni.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Þeir eru eflaust margir en yfirleitt svo sauðmeinlausir að það tekur því varla að nefna þá.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Stundum finnst mér lífið einn allsherjar hrekkur. Fullt af óvæntum aðstæðum og áskorunum. En ef maður tekur þeim af æðruleysi, kemur oftast eitthvað gott út úr því.Uppáhalds tónlistarmaður? Bob Dylan, Lou Reed og Bubbi Morthens.Hefur þú komist í kast við lögin? Ég hef nokkrum sinnum fengið hraðasektir.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Það fer svolítið eftir tilefni og félagsskap. Best finnst mér að fá mér rauðvínsglas í eldhúsinu með konunni minni. Það er þó auðvitað ekki síður hún en rauðvínið sem veitir mér ánægjuna.Uppáhalds bókin? Því er auðsvarað. Heimsljós og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes.Uppáhalds bíómynd? Dulá eða Mystic River, með Sean Penn, Tim Robbins og Kevin Bacon. Leikstýrð af Clint Eastwood.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Grease og Saturday night fever.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Vicious með Lou Reed.Hefur þú farið í Costco? JáHefur þú farið í H&M á Íslandi? Ekki enn þá en hún er mín kirkja á ferðalögum erlendis.Hefur þú migið í saltan sjó? Já ég var háseti á Sólborgu SU 202 frá Fáskrúðsfirði.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Helst bæði.Með Hrönn systur minni.Uppáhalds þynnkumatur? Í seinni tíð reyni ég að forðast að verða of timbraður. Í gamla daga var það slímugur hamborgari, nú vel ég að drekka mikið af vatni.Ananas á pizzu? Ég vel Jesús pizzu að hætti Ingu mágkonu: Sardínur í olíu, kartöflur, kapers og laukur.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Ég myndi panta Dóra DNA.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Allar sem starfa með réttlæti, jöfnuð, mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ég hef valið að starfa í Samfylkingunni.Með Hrefnu dóttur minni í Róm.Trúir þú á líf eftir dauðan? Nei, eins gaman og mér þykir að lifa lífinu lifandi, finnst mér það notaleg tilhugsun að leggjast til svefns gamall maður til eilífðarhvíldar.Hefur þú átt gæludýr? Ég á alltaf ketti.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Þór/KA.Sterkasta minning úr æsku? Þegar ég kom heim tilskólafélaga míns eftir fótboltaæfingu þegar ég var 10 ára og það var ekki til matur í ísskápnum og ég áttaði mig á að það var raunverulega til fátækt fólk á Akureyri.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Mér leið satt að segja undarlega þegar ég áttaði mig óvænt á því að ég væri orðinn formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30 Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30 Formannaáskorun Vísis: Setti jólin hjá Illuga í uppnám og pissaði á sig af ótta við lögregluna Bjarni Benediktsson heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. 19. október 2017 15:00 Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15
Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00
Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00
Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30
Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30
Formannaáskorun Vísis: Setti jólin hjá Illuga í uppnám og pissaði á sig af ótta við lögregluna Bjarni Benediktsson heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. 19. október 2017 15:00
Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30