Lífið

Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jason Aldean hljóp af sviðinu þegar hann áttaði sig á því hvað væri að gerast.
Jason Aldean hljóp af sviðinu þegar hann áttaði sig á því hvað væri að gerast. vísir/getty
Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. Maðurinn, Stephen Paddock, skaut á fólkið með hríðskotabyssu af 32. hæð Mandalay-hótelsins. Um 30 þúsund manns voru á svæðinu þegar árásin átti sér stað.

Tónlistarmaðurinn Jason Aldean stóð á sviðinu á Route 91 tólistarhátíðinni þegar Paddock skaut úr byssu sinni og var Aldean í dágóða stund að átt sig á stöðunni.

Aldean hefur nú tjáð sig um málið á Instagram og biður hann almenning um að biðja fyrir íbúum Las Vegas.

„Þetta hefur verið skelfilegt kvöld. Ég veit í raun ekki ennþá hvað ég get sagt en mig langaði að láta alla vita að ég og samstarfsfólk mitt erum í öruggum höndum og enginn slasaðist,“ segir Aldean í færslunni.

„Hugur minn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda eftir þessa árás. Það er erfitt að hugsa til þess að fólkið sem féll frá var aðeins mætt á tónleika til að hafa gaman."  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.