Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Ritstjórn skrifar 4. október 2017 20:00 Myndir: Ikea Október er nýbyrjaður og við erum strax farnar að huga að jólunum. Ástæðan er einföld, en vetrar- og jólalína Ikea lítur dagsins ljós í næstu viku, eða þann 12. október næstkomandi. Eflaust bíða margir spenntir eftir línunni, en hér birtum við nokkrar myndir. Ísland er í aðalhlutverki í línunni, en innblásturinn var fengin frá Íslandi, náttúrunni, hefðum okkar og litum. Það er ansi magnað að jólin á alþjóðavísu hjá Ikea séu um okkar litla Ísland. Þrír íslenskir hönnuðir hafa einnig hannað hluti í línunni, sem við erum auðvitað ansi stoltar af. Guðrún Lilja hannaði kaffikönnu, Þórunn Árnadóttir hannaði kerti og aðra smáhluti, og Jón Helgi Hólmgeirsson hannaði ljós fyrir línuna. Línan er stílhrein í heild sinni, og aðal-litir línunnar eru svartur, grár og hvítur. Rauði liturinn er þó alltaf stil staðar. Hlutirnir eru margir hverjir grófir. Ikea kallar línuna vetrarlínu, svo hún geti lifað lengur á heimilunum yfir vetrartímann, sem er ansi sniðugt. Einnig eru margir hlutir sem hugsaðir eru fyrir gamlárspartíið, eins og kampavínsglös og annað skraut. Ertu þá komin í jólaskap? Það er aldrei of snemmt að byrja að undirbúa jólin. Eða það segir Ikea allavega. Mest lesið 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Hárpartý á Hard Rock Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Flækjuburstar fyrir alla fjölskylduna Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour Yfirhafnir mikilvægastar í París Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour
Október er nýbyrjaður og við erum strax farnar að huga að jólunum. Ástæðan er einföld, en vetrar- og jólalína Ikea lítur dagsins ljós í næstu viku, eða þann 12. október næstkomandi. Eflaust bíða margir spenntir eftir línunni, en hér birtum við nokkrar myndir. Ísland er í aðalhlutverki í línunni, en innblásturinn var fengin frá Íslandi, náttúrunni, hefðum okkar og litum. Það er ansi magnað að jólin á alþjóðavísu hjá Ikea séu um okkar litla Ísland. Þrír íslenskir hönnuðir hafa einnig hannað hluti í línunni, sem við erum auðvitað ansi stoltar af. Guðrún Lilja hannaði kaffikönnu, Þórunn Árnadóttir hannaði kerti og aðra smáhluti, og Jón Helgi Hólmgeirsson hannaði ljós fyrir línuna. Línan er stílhrein í heild sinni, og aðal-litir línunnar eru svartur, grár og hvítur. Rauði liturinn er þó alltaf stil staðar. Hlutirnir eru margir hverjir grófir. Ikea kallar línuna vetrarlínu, svo hún geti lifað lengur á heimilunum yfir vetrartímann, sem er ansi sniðugt. Einnig eru margir hlutir sem hugsaðir eru fyrir gamlárspartíið, eins og kampavínsglös og annað skraut. Ertu þá komin í jólaskap? Það er aldrei of snemmt að byrja að undirbúa jólin. Eða það segir Ikea allavega.
Mest lesið 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Hárpartý á Hard Rock Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Flækjuburstar fyrir alla fjölskylduna Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour Yfirhafnir mikilvægastar í París Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour