Aðeins 7% telja að Golden State verði ekki meistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Golden State Warriors hefur orðið NBA-meistari tvisvar á síðustu þremur árum. vísir/getty Golden State Warriors verður NBA-meistari næsta vor. Það er skoðun mikils meirihluta framkvæmdastjóra liðanna 30 í NBA-deildinni í körfubolta. Alls 93% framkvæmdastjóranna telja að Golden State verji titilinn sem liðið vann á síðasta tímabili. Í 16 ára sögu þessarar skoðanakannanar hefur lið aldrei verið talið jafn sigurstranglegt og Golden State á komandi tímabili. Aðeins 7% telja að Cleveland Cavaliers verði meistari á næsta tímabili. Framkvæmdastjórarnir telja hins vegar næsta víst (97%) að Cleveland vinni Austurdeildina fjórða árið í röð.LeBron James verður valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins ef marka má spá framkvæmdastjóra liðanna í NBA-deildinni.vísir/gettyHelmingur framkvæmdastjóranna telur að LeBron James, leikmaður Cleveland, verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins (MVP). Russell Westbrook sem var MVP á síðasta tímabili er ekki á meðal fimm efstu í spá framkvæmdastjóranna. Næstflestir þeirra (29%) spá því að Kevin Durant, leikmaður Golden State, verði valinn MVP í ár. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves er sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna (29%) myndu vilja fá til að byggja nýtt lið í kringum. Towns er líka talinn líklegastur (21%) til að slá í gegn í vetur. Framkvæmdastjórarnir (69%) spá því svo að Minnesota bæti sig mest á milli tímabila. Lonzo Ball, leikstjórnandi Los Angeles Lakers, er talinn langlíklegastur (62%) til að vera valinn nýliði ársins.Gregg Popovich er besti þjálfari NBA-deildarinnar að mati framkvæmdastjóranna.vísir/gettyStephen Curry er talinn besti leikstjórnandi deildarinnar (62%), James Harden besti skotbakvörðurinn (83%), LeBron James besti litli framherjinn (61%), Anthony Davis besti kraftframherjinn (41%) og Karl-Anthony Towns besti miðherjinn (28%). Langflestir (82%) eru á því að Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, sé sá besti í deildinni.Allar niðurstöður könnunarinnar má sjá með því að smella hér. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Golden State Warriors verður NBA-meistari næsta vor. Það er skoðun mikils meirihluta framkvæmdastjóra liðanna 30 í NBA-deildinni í körfubolta. Alls 93% framkvæmdastjóranna telja að Golden State verji titilinn sem liðið vann á síðasta tímabili. Í 16 ára sögu þessarar skoðanakannanar hefur lið aldrei verið talið jafn sigurstranglegt og Golden State á komandi tímabili. Aðeins 7% telja að Cleveland Cavaliers verði meistari á næsta tímabili. Framkvæmdastjórarnir telja hins vegar næsta víst (97%) að Cleveland vinni Austurdeildina fjórða árið í röð.LeBron James verður valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins ef marka má spá framkvæmdastjóra liðanna í NBA-deildinni.vísir/gettyHelmingur framkvæmdastjóranna telur að LeBron James, leikmaður Cleveland, verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins (MVP). Russell Westbrook sem var MVP á síðasta tímabili er ekki á meðal fimm efstu í spá framkvæmdastjóranna. Næstflestir þeirra (29%) spá því að Kevin Durant, leikmaður Golden State, verði valinn MVP í ár. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves er sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna (29%) myndu vilja fá til að byggja nýtt lið í kringum. Towns er líka talinn líklegastur (21%) til að slá í gegn í vetur. Framkvæmdastjórarnir (69%) spá því svo að Minnesota bæti sig mest á milli tímabila. Lonzo Ball, leikstjórnandi Los Angeles Lakers, er talinn langlíklegastur (62%) til að vera valinn nýliði ársins.Gregg Popovich er besti þjálfari NBA-deildarinnar að mati framkvæmdastjóranna.vísir/gettyStephen Curry er talinn besti leikstjórnandi deildarinnar (62%), James Harden besti skotbakvörðurinn (83%), LeBron James besti litli framherjinn (61%), Anthony Davis besti kraftframherjinn (41%) og Karl-Anthony Towns besti miðherjinn (28%). Langflestir (82%) eru á því að Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, sé sá besti í deildinni.Allar niðurstöður könnunarinnar má sjá með því að smella hér.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira