Sequences myndlistarhátíð opnar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2017 16:30 Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík dagana 6.–15. október 2017. Hátíðin í ár kynnir með stolti verk eftir tuttugu og einn innlenda og erlenda listamenn. Þetta er í áttunda sinn sem Sequences er haldin og að þessu sinni hefur frumkvöðullinn Joan Jonas verið valin sem heiðurslistamaður hátíðarinnar. Á dagskránni verður einkasýning á verkum hennar í Nýlistasafninu og fremur hún nýjan gjörning í Tjarnarbíói í samvinnu við íslenskt tónskáld, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Markmið Sequences er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk og vídeólist. Sequences er listamannarekin og sjálfstæð myndlistarhátíð sem spratt upp úr fjölbreyttri og kvikri listasenu Reykjavíkurborgar og er haldin annað hvert ár. Boðið verður upp á úrval verka eftir listamenn og tónlistarmenn, sem margir hverjir taka þátt í samstarfi á milli miðla. Miðja Sequences VIII verður í Marshallhúsinu, heimkynnum Kling & Bang og Nýlistasafnsins. Hátíðin mun einnig fara fram í öðrum listamannareknum rýmum og listastofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar við aðaldagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt utandagskrá víðsvegar um borgina. Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York. Elastic Hours – Teygjanlegir tímar Þó Sequences kenni sig við „rauntíma“ í skilningi tímatengdra miðla, þá er áhersla Sequences VIII: Elastic Hours á hvernig listamenn upplifa tímann í sköpunarferlinu og hvernig þeir nota tímann sem efnivið í verkum sínum, hvernig þeir beygja tímann og sveigja, snúa honum á rönguna. Verkin á hátíðinni munu þannig fara handan staðlaðra mælikvarða og tækja til að mæla tímann og rannsaka annars konar tímaupplifun og mælingar í leit að öðrum leiðum til að mæla og upplifa tíma. Við erum minnt á að daglegur taktur okkar stjórnast ekki einungis af hefðum og staðsetningu heldur einnig af náttúruöflum sem lúta engri stjórn. Á Íslandi er framrás tímans sérstaklega áþreifanleg, bæði vegna árstíðabundins birtustigs og óheflaðs veðurfars. Með óhefðbundnum útreikningi tímans munu listamennirnir fá okkur til að vera meðvitaðri og gagnrýnni á samband okkar við hluti, samfélagið og alheiminn í kringum okkur. Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík dagana 6.–15. október 2017. Hátíðin í ár kynnir með stolti verk eftir tuttugu og einn innlenda og erlenda listamenn. Þetta er í áttunda sinn sem Sequences er haldin og að þessu sinni hefur frumkvöðullinn Joan Jonas verið valin sem heiðurslistamaður hátíðarinnar. Á dagskránni verður einkasýning á verkum hennar í Nýlistasafninu og fremur hún nýjan gjörning í Tjarnarbíói í samvinnu við íslenskt tónskáld, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Markmið Sequences er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk og vídeólist. Sequences er listamannarekin og sjálfstæð myndlistarhátíð sem spratt upp úr fjölbreyttri og kvikri listasenu Reykjavíkurborgar og er haldin annað hvert ár. Boðið verður upp á úrval verka eftir listamenn og tónlistarmenn, sem margir hverjir taka þátt í samstarfi á milli miðla. Miðja Sequences VIII verður í Marshallhúsinu, heimkynnum Kling & Bang og Nýlistasafnsins. Hátíðin mun einnig fara fram í öðrum listamannareknum rýmum og listastofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar við aðaldagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt utandagskrá víðsvegar um borgina. Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York. Elastic Hours – Teygjanlegir tímar Þó Sequences kenni sig við „rauntíma“ í skilningi tímatengdra miðla, þá er áhersla Sequences VIII: Elastic Hours á hvernig listamenn upplifa tímann í sköpunarferlinu og hvernig þeir nota tímann sem efnivið í verkum sínum, hvernig þeir beygja tímann og sveigja, snúa honum á rönguna. Verkin á hátíðinni munu þannig fara handan staðlaðra mælikvarða og tækja til að mæla tímann og rannsaka annars konar tímaupplifun og mælingar í leit að öðrum leiðum til að mæla og upplifa tíma. Við erum minnt á að daglegur taktur okkar stjórnast ekki einungis af hefðum og staðsetningu heldur einnig af náttúruöflum sem lúta engri stjórn. Á Íslandi er framrás tímans sérstaklega áþreifanleg, bæði vegna árstíðabundins birtustigs og óheflaðs veðurfars. Með óhefðbundnum útreikningi tímans munu listamennirnir fá okkur til að vera meðvitaðri og gagnrýnni á samband okkar við hluti, samfélagið og alheiminn í kringum okkur.
Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira