Fótbolti

Geggjaður Gylfi dró Ísland að landi í Kósóvó | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eru einu skrefi frá því að fara á HM 2018 í fótbolta en með sigri á Kósóvó á Laugardalsvellinum í kvöld er farseðillinn tryggður.

Ísland er efst í I-riðli með 19 stig, tveimur stigum meira en Króatía og Úkraína sem mætast í kvöld. Geri þau jafntefli fer Ísland á HM sama hvernig fer í Laugardalnum.

Sjá einnig:Versta martröð Shaka Hislop gæti orðið að veruleika komist Ísland á HM

Kósóvó, sem er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni, er á botni riðilsins með aðeins eitt stig sem það innbyrti í fyrstu umferðinni á móti Finnlandi.

Lið Kósóvó reyndist strákunum okkar samt erfiður ljár í þúfu þegar að liðin mættust í Albaníu á síðasta ári. Þar var það sem Gylfi Þór Sigurðsson sem dró íslenska liðið að landi í 2-1 sigri.

Gylfi Þór lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara úr vítaspyrnu en hann átti meira og minna allt í aðdraganda beggja markanna.

Strákarnir áttu ekki sinn besta dag í Kósóvó en náðu í góð þrjú stig. Það er vonandi að það fari jafnvel í kvöld en hér að ofan má sjá það helsta úr síðasta leik íslenska liðsins á móti Kósóvó.


Tengdar fréttir

Hefðum alltaf tekið þessa stöðu

Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum.

Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin

Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×