Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2017 21:30 Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira