Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2017 21:30 Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó