Fresturinn til að ná loftslagsmarkmiðum hugsanlega rýmri Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 21:00 Draga þarf grimmt úr losun gróðurhúsalofftegunda og binda kolefni ef nokkur von á að vera um að ná að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vísir/Getty Ekki er algerlega útilokað að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýrri rannsókn sem hópur vísindamanna hefur birt. Ekki eru þó allir vísindamenn vissir um þær niðurstöður. Ríki heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C frá því fyrir iðnbyltingu með Parísarsamkomulaginu sem var samþykkt árið 2015. Jafnframt var stefnt að því að halda hlýnuninni innan við 1,5°C ef nokkur kostur væri á. Síðan þá hefur veruleg umræða skapast innan vísindasamfélagsins um það magn gróðurhúsalofttegunda sem hægt er að losa áður en hlýnunin fer umfram þessi markmið. Það hefur verið nefnt kolefnisþak (e. carbon budget). Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna reiknaði út árið 2013 að mannkynið gæti losað þúsund milljarða tonna af koltvísýringi frá 2011 ef það vildi eiga góða möguleika á að halda hlýnun innan við 2°C. Markmiðið um 1,5°C hefur verið talið nær ómögulegt. Ein rannsókn frá 2015 benti til þess að aðeins væri hægt að losa 200-400 milljarða tonna áður en hlýnun færi yfir það mark. Miðað við núverandi losun væri farið yfir þau mörk á næstu sex til tíu árum.Hnattræn hlýnun frá iðnbyltingu hefur þegar náð um 1°C. Jafnvel þó allri losun yrði hætt strax gæti hlýnunin farið nærri 1,5°C.NASA/NOAAEkki „jarðeðlisfræðilega“ ómögulegt Nýja rannsóknin, sem birtist í Nature Geoscience, hefur því vakið mikla athygli en niðurstöður hennar eru að tíminn sem menn hafa áður en farið verður umfram kolefnisþak 1,5°C-markmiðsins gæti verið áratugi lengri en aðrir rannsakendur hafa talið. Menn hafi enn 700 milljarða tonna til að brenna. Niðurstaða rannsakendanna er að það sé enn ekki „jarðeðlisfræðilega ómögulegt“ að halda hlýnun innan við 1,5°C en það muni þó krefjast hertra aðgerða til að draga úr losun fyrir 2030 og kolefnisbindingar út öldina. Viðbrögð annarra sérfræðinga hafa verið blendin. Vegna þess hversu mikið ber á milli nýju rannsóknarinnar og fyrri áætlana hafa sumir þeirra lýst efasemdum sínum. „Það er mjög erfitt að sjá hvernig við gætum enn átt verulega losun koltvísýrings inni áður en við náum 1,5°C miðað við að við höfum þegar náð 1°C, hitatregða þýðir að við munum fá meiri hlýnun án frekari áhrifa á geislunarjafnvægi jarðar og samdráttur í losun koltvísýrings mun óhjákvæmlega draga úr magni svifryks sem mun valda einhverri hlýnun til viðbótar,“ segir þýski loftslagsfræðingurinn Stefan Rahmstorf frá Potsdam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni við Washington Post. Loftslagsvísindamaðurinn Michael Mann segir ennfremur að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax myndi hlýnun jarðar þannig engu að síður verða nálægt 1,5°C frá því fyrir iðnbyltingu.There's some debate about precise amount of committed warming if we cease emitting carbon immediately. We're probably very close to 1.5C.— Michael E. Mann (@MichaelEMann) September 18, 2017 Óvissan býður upp á mismunandi áætlanirUmræðan nú varpar ljósi á hversu mikil óvissa ríkir um kolefnisþakið og nákvæm hlýnunaráhrif losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöður velta meðal annars á því við hvaða tímabil menn miða og óvíst er hversu mikið menn hafa losað af gróðurhúsalofttegundum frá því að iðnbyltingin hófst. Þá er ósamræmi á milli einstakra loftslagslíkana um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun kolefnis.Halldór Björnsson segir ekki skrýtið að menn komist að mismunandi niðurstöðum miðað við margháttaða óvissu sem ríkir um hversu mikla losun þarf til að ná tiltekinni hlýnun.VísirHöfundar rannsóknarinnar nú vísa meðal annars til þess að sum loftslagslíkön hafi ofmetið hlýnun aðeins og vanmetið losun gróðurhúsalofttegunda og finna þannig út að svigrúmið sem menn hafa sé rýmra en aðrir hafa komist að. Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókn hjá Veðurstofu Íslands, segir hins vegar að hlýnun síðustu ára sé vel innan þeirra marka sem loftslagslíkön spáðu, en ósamræmi í niðurstöðum líkana þýði að óvissumörk séu rífleg. Sum götublöð í Bretlandi sögðu frá rannsókninni á þann hátt að hún sýndi að hnattræn hlýnun væri mun minni en spáð hefði verið. Aðstandendur rannsóknarinnar hafa þó hafnað þeirri rangtúlkun á efni hennar. Fleiri vísindamenn, þar á meðal Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hnattrænar hitastigsmælingar, hafa gert athugasemd við þá fullyrðingu rannsakendanna að umtalsverður munur sé að spám loftslagslíkana og beinum athugunum á hlýnun. Claim of a substantial gap between model projections for global temperature & observations is not true (updated with 2017 estimate): pic.twitter.com/YHzzXtbhs9— Gavin Schmidt (@ClimateOfGavin) September 20, 2017 Samkvæmt höfundum rannsóknarinnar er óvissa um hlýnun frá iðnbyltingu til okkar daga um 0.13°C. Það er tæpur áratugur af hlýnun miðað við síðustu þrjár til fjóra áratugi. „Með hliðsjón af öllum þessum óvissuþáttum er ekki skrítið að menn komist að mismunandi niðurstöðu um það hvenær losun gróðurhúsalofttegunda þarf að ná hámarki, hvor það sé fyrir 2022 eða 2030. Það samband hlýnunar og losunar gróðurhúsalofttegunda sem greinin byggir niðurstöður á er í lægri kantinum miðað við skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2013, en þó innan óvissumarka þar,“ segir Halldór.Samt gríðarlega erfitt að ná 1,5°C-markmiðinuJafnvel þó að mat vísindamannanna nú á kolefnisþakinu séu réttar og það sé hærra en áður var talið verður það enn mikil áskorun að ná markmiðinu um að halda hlýnun innan við 1,5°C. „Jafnvel með ríflegasta matinu á kolefnisþakinu sem er eftir er þetta gríðarlega erfið leið sem hefst með því að draga úr losun strax og minnka losun niður í núll á fjörutíu árum,“ sagði Richard Millard frá Oxford-háskóla sem leiddi rannsóknina. Í sama streng tekur Halldór. „Til þess að niðurstöður þessarar greinar gangi eftir þurfa óvissuþættir að falla á réttan hátt, en niðurstaðan er vissulega „eðlisfræðilega möguleg“. Líklega verður samt erfitt að ná þeim samdrætti í losun sem greinin segir að þurfi til að hlýnun verði innan 1.5°C,“ segir Halldór. Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ekki er algerlega útilokað að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýrri rannsókn sem hópur vísindamanna hefur birt. Ekki eru þó allir vísindamenn vissir um þær niðurstöður. Ríki heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C frá því fyrir iðnbyltingu með Parísarsamkomulaginu sem var samþykkt árið 2015. Jafnframt var stefnt að því að halda hlýnuninni innan við 1,5°C ef nokkur kostur væri á. Síðan þá hefur veruleg umræða skapast innan vísindasamfélagsins um það magn gróðurhúsalofttegunda sem hægt er að losa áður en hlýnunin fer umfram þessi markmið. Það hefur verið nefnt kolefnisþak (e. carbon budget). Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna reiknaði út árið 2013 að mannkynið gæti losað þúsund milljarða tonna af koltvísýringi frá 2011 ef það vildi eiga góða möguleika á að halda hlýnun innan við 2°C. Markmiðið um 1,5°C hefur verið talið nær ómögulegt. Ein rannsókn frá 2015 benti til þess að aðeins væri hægt að losa 200-400 milljarða tonna áður en hlýnun færi yfir það mark. Miðað við núverandi losun væri farið yfir þau mörk á næstu sex til tíu árum.Hnattræn hlýnun frá iðnbyltingu hefur þegar náð um 1°C. Jafnvel þó allri losun yrði hætt strax gæti hlýnunin farið nærri 1,5°C.NASA/NOAAEkki „jarðeðlisfræðilega“ ómögulegt Nýja rannsóknin, sem birtist í Nature Geoscience, hefur því vakið mikla athygli en niðurstöður hennar eru að tíminn sem menn hafa áður en farið verður umfram kolefnisþak 1,5°C-markmiðsins gæti verið áratugi lengri en aðrir rannsakendur hafa talið. Menn hafi enn 700 milljarða tonna til að brenna. Niðurstaða rannsakendanna er að það sé enn ekki „jarðeðlisfræðilega ómögulegt“ að halda hlýnun innan við 1,5°C en það muni þó krefjast hertra aðgerða til að draga úr losun fyrir 2030 og kolefnisbindingar út öldina. Viðbrögð annarra sérfræðinga hafa verið blendin. Vegna þess hversu mikið ber á milli nýju rannsóknarinnar og fyrri áætlana hafa sumir þeirra lýst efasemdum sínum. „Það er mjög erfitt að sjá hvernig við gætum enn átt verulega losun koltvísýrings inni áður en við náum 1,5°C miðað við að við höfum þegar náð 1°C, hitatregða þýðir að við munum fá meiri hlýnun án frekari áhrifa á geislunarjafnvægi jarðar og samdráttur í losun koltvísýrings mun óhjákvæmlega draga úr magni svifryks sem mun valda einhverri hlýnun til viðbótar,“ segir þýski loftslagsfræðingurinn Stefan Rahmstorf frá Potsdam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni við Washington Post. Loftslagsvísindamaðurinn Michael Mann segir ennfremur að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax myndi hlýnun jarðar þannig engu að síður verða nálægt 1,5°C frá því fyrir iðnbyltingu.There's some debate about precise amount of committed warming if we cease emitting carbon immediately. We're probably very close to 1.5C.— Michael E. Mann (@MichaelEMann) September 18, 2017 Óvissan býður upp á mismunandi áætlanirUmræðan nú varpar ljósi á hversu mikil óvissa ríkir um kolefnisþakið og nákvæm hlýnunaráhrif losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöður velta meðal annars á því við hvaða tímabil menn miða og óvíst er hversu mikið menn hafa losað af gróðurhúsalofttegundum frá því að iðnbyltingin hófst. Þá er ósamræmi á milli einstakra loftslagslíkana um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun kolefnis.Halldór Björnsson segir ekki skrýtið að menn komist að mismunandi niðurstöðum miðað við margháttaða óvissu sem ríkir um hversu mikla losun þarf til að ná tiltekinni hlýnun.VísirHöfundar rannsóknarinnar nú vísa meðal annars til þess að sum loftslagslíkön hafi ofmetið hlýnun aðeins og vanmetið losun gróðurhúsalofttegunda og finna þannig út að svigrúmið sem menn hafa sé rýmra en aðrir hafa komist að. Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókn hjá Veðurstofu Íslands, segir hins vegar að hlýnun síðustu ára sé vel innan þeirra marka sem loftslagslíkön spáðu, en ósamræmi í niðurstöðum líkana þýði að óvissumörk séu rífleg. Sum götublöð í Bretlandi sögðu frá rannsókninni á þann hátt að hún sýndi að hnattræn hlýnun væri mun minni en spáð hefði verið. Aðstandendur rannsóknarinnar hafa þó hafnað þeirri rangtúlkun á efni hennar. Fleiri vísindamenn, þar á meðal Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hnattrænar hitastigsmælingar, hafa gert athugasemd við þá fullyrðingu rannsakendanna að umtalsverður munur sé að spám loftslagslíkana og beinum athugunum á hlýnun. Claim of a substantial gap between model projections for global temperature & observations is not true (updated with 2017 estimate): pic.twitter.com/YHzzXtbhs9— Gavin Schmidt (@ClimateOfGavin) September 20, 2017 Samkvæmt höfundum rannsóknarinnar er óvissa um hlýnun frá iðnbyltingu til okkar daga um 0.13°C. Það er tæpur áratugur af hlýnun miðað við síðustu þrjár til fjóra áratugi. „Með hliðsjón af öllum þessum óvissuþáttum er ekki skrítið að menn komist að mismunandi niðurstöðu um það hvenær losun gróðurhúsalofttegunda þarf að ná hámarki, hvor það sé fyrir 2022 eða 2030. Það samband hlýnunar og losunar gróðurhúsalofttegunda sem greinin byggir niðurstöður á er í lægri kantinum miðað við skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2013, en þó innan óvissumarka þar,“ segir Halldór.Samt gríðarlega erfitt að ná 1,5°C-markmiðinuJafnvel þó að mat vísindamannanna nú á kolefnisþakinu séu réttar og það sé hærra en áður var talið verður það enn mikil áskorun að ná markmiðinu um að halda hlýnun innan við 1,5°C. „Jafnvel með ríflegasta matinu á kolefnisþakinu sem er eftir er þetta gríðarlega erfið leið sem hefst með því að draga úr losun strax og minnka losun niður í núll á fjörutíu árum,“ sagði Richard Millard frá Oxford-háskóla sem leiddi rannsóknina. Í sama streng tekur Halldór. „Til þess að niðurstöður þessarar greinar gangi eftir þurfa óvissuþættir að falla á réttan hátt, en niðurstaðan er vissulega „eðlisfræðilega möguleg“. Líklega verður samt erfitt að ná þeim samdrætti í losun sem greinin segir að þurfi til að hlýnun verði innan 1.5°C,“ segir Halldór.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira