Linda Hamilton gæti snúið aftur í Terminator-seríuna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2017 13:00 Linda Hamilton sem Sarah Connor í Terminator sem kom út árið 1984. IMDB Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira