Líkleg fjölgun innlendra veiðimanna Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2017 10:52 Lax úr opnun Þverár en hún er ein vinsælasta veiðiá landsins. Nú þegar þessu veiðisumri er að ljúka eru margir veiðimenn þegar farnir að setja sig í stellingar fyrir næsta veiðisumar að vetri liðnum. Töluvert margir veiðileyfasalar fundu fyrir fækkun erlendra veiðimanna, mest bretar, og er þar sterk staða krónunnar sem hefur þar mikil áhrif. 30% styrking gagnvart pundinu þýðir að leyfin hækka ansi mikið á þennan hóp sem margir hverjir hafa haldið tryggð við árnar sínar á Íslandi í fjölda mörg ár. Þau göt sem þessir veiðimenn skyldu eftir voru þó fljótt fyllt í sumar og það lítur út fyrir að einn hópur veiðimanna sé að koma sterkur til baka. Íslenskir veiðimenn eru að mæta meira í veiði í laxveiðiánum en undanfarin 5-6 ár og vafalaust má telja að einhver merki góðæris séu ástæða þessa. Ekki er þó um að ræða merkjanlega fjölgun hópa frá fyrirtækjum eða fjármálastofnunum sem keyptu upp heilu og hálfu hollinn um allt 2006-2007 heldur er þetta mikið hópur veiðimanna og veiðikvenna sem tekur sig til og mannar heilt holl. Þeir sem hafa haldið tryggð við ákveðnar ár virðast ætla að gera það áfram og þeir sem ætla sér að komast að í bestu ánum á næsta sumri þurfa sannarlega að fara hugsa sér til hreyfings því eftirspurn eftir veiðileyfum í veiði fyrir næsta sumar virðist ætla að verða meiri en hún var í sumar. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Nú þegar þessu veiðisumri er að ljúka eru margir veiðimenn þegar farnir að setja sig í stellingar fyrir næsta veiðisumar að vetri liðnum. Töluvert margir veiðileyfasalar fundu fyrir fækkun erlendra veiðimanna, mest bretar, og er þar sterk staða krónunnar sem hefur þar mikil áhrif. 30% styrking gagnvart pundinu þýðir að leyfin hækka ansi mikið á þennan hóp sem margir hverjir hafa haldið tryggð við árnar sínar á Íslandi í fjölda mörg ár. Þau göt sem þessir veiðimenn skyldu eftir voru þó fljótt fyllt í sumar og það lítur út fyrir að einn hópur veiðimanna sé að koma sterkur til baka. Íslenskir veiðimenn eru að mæta meira í veiði í laxveiðiánum en undanfarin 5-6 ár og vafalaust má telja að einhver merki góðæris séu ástæða þessa. Ekki er þó um að ræða merkjanlega fjölgun hópa frá fyrirtækjum eða fjármálastofnunum sem keyptu upp heilu og hálfu hollinn um allt 2006-2007 heldur er þetta mikið hópur veiðimanna og veiðikvenna sem tekur sig til og mannar heilt holl. Þeir sem hafa haldið tryggð við ákveðnar ár virðast ætla að gera það áfram og þeir sem ætla sér að komast að í bestu ánum á næsta sumri þurfa sannarlega að fara hugsa sér til hreyfings því eftirspurn eftir veiðileyfum í veiði fyrir næsta sumar virðist ætla að verða meiri en hún var í sumar.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði