Kelly Smith, markahæsti leikmaður enska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, vill að næsti landsliðsþjálfari Englands verði kona.
Mark Sampson var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara á miðvikudaginn vegna óviðeigandi og óásættanlegrar hegðunar meðan hann var þjálfari Bristol Academy 2009-13.
„Þeir munu taka sér góðan tíma í að finna finna rétta einstaklinginn. Þeir geta ekki gert þetta í flýti,“ sagði Smith sem skoraði 46 mörk í 117 landsleikjum.
„Ég myndi vilja sjá konu taka við en við verðum að sjá hvað gerist,“ bætti Smith við. Hún hefur sjálf ekki áhuga á að taka við landsliðsþjálfarastarfinu.
Sampson stýrði enska landsliðinu í síðasta sinn á þriðjudaginn. England vann þá 6-0 sigur á Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppi HM 2019.
Vill að næsti landsliðsþjálfari verði kona

Tengdar fréttir

Búið að reka Sampson
Enska knattspyrnusambandið ákvað nú síðdegis að reka þjálfara kvennalandsliðsins, Mark Sampson, fyrir óviðeigandi og óafsakanlega hegðun.

Mark Sampson að hætta með enska landsliðið í skugga ásakana um kynþáttafordóma
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Mark Sampson muni hætta sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta og það verði tilkynnt síðar í dag.