Reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá Eistnaflugi Haraldur Guðmundsson skrifar 25. september 2017 07:00 Stefán Magnússon, stofnandi Eistnaflugs. vísir/daníel Stjórnendur þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs reyna nú að forða henni frá gjaldþroti. Miðasala á hátíðina í sumar var undir væntingum og hefur Fréttablaðið eftir heimildum að starfsfólk hafi ekki fengið greidd öll sín laun. „Ég held ég geti nánast lofað því að við náum að klára þetta. Staðan í sumar var þannig að Íslendingarnir mættu en við fengum varla útlendinga á svæðið en þeir hafa verið um 30 prósent af gestum hátíðarinnar í gegnum tíðina,“ segir Stefán Magnússon, stofnandi og stjórnarformaður Eistnaflugs. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Miðasala á Eistnaflug 2018 er hafin og bjóðast miðar nú á forsöluverði eða 15 þúsund krónur. „Við höfðum áður fengið allt að 700-800 erlenda gesti en ég ætla ekki einu sinni að giska á hvort þeir náðu 50 í sumar,“ segir Stefán. „Það er verið að vinna úr þessu og það tekur tíma að klára þetta. Það eru allir af vilja gerðir og þess vegna er ég bjartsýnn á að við náum því,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Stjórnendur þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs reyna nú að forða henni frá gjaldþroti. Miðasala á hátíðina í sumar var undir væntingum og hefur Fréttablaðið eftir heimildum að starfsfólk hafi ekki fengið greidd öll sín laun. „Ég held ég geti nánast lofað því að við náum að klára þetta. Staðan í sumar var þannig að Íslendingarnir mættu en við fengum varla útlendinga á svæðið en þeir hafa verið um 30 prósent af gestum hátíðarinnar í gegnum tíðina,“ segir Stefán Magnússon, stofnandi og stjórnarformaður Eistnaflugs. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Miðasala á Eistnaflug 2018 er hafin og bjóðast miðar nú á forsöluverði eða 15 þúsund krónur. „Við höfðum áður fengið allt að 700-800 erlenda gesti en ég ætla ekki einu sinni að giska á hvort þeir náðu 50 í sumar,“ segir Stefán. „Það er verið að vinna úr þessu og það tekur tíma að klára þetta. Það eru allir af vilja gerðir og þess vegna er ég bjartsýnn á að við náum því,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“