Í tilkynningu frá Playboy segir að hann hafi látist af nátturulegum orsökum á heimili sínu, hinni svokölluðu Playboy-höll í Los Angeles. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir að svo stöddu.
Hefner byrjaði að gefa út Playboy árið 1953. Skrifstofa blaðsins var fyrstu árin í eldhúsi Hefners en blaðið varð fljótt eitt stærsta blað sinnar tegundar í heiminum. Um 7 milljón eintök seldust af blaðinu mánaðarlega þegar mest lét.
American Icon and Playboy Founder, Hugh M. Hefner passed away today. He was 91. #RIPHef pic.twitter.com/tCLa2iNXa4
— Playboy (@Playboy) September 28, 2017
Hann minntist föður síns og þeirra miklu áhrifa sem hann hafði á fjölmiðlun og menningu. Hann sagði föður sinn jafnframt hafa verið mikinn baráttumann fyrir málfrelsi, borgararéttindum og kynfrelsi.
Hugh Hefner lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn.
Fjölmargir hafa vottað Hefner og fjölskyldu hans samúð sína í morgun, þeirra á meðal stjörnur á borð við Kim Kardashian. Hún segist ávallt verða þakklát fyrir að hafa verið hluti af „Playboy-liðinu“ og að hans verði sárt saknað. Fjölmiðlamaðurinn Larry King minnist vinar síns sem „útgáfu- málfrelsis- og borgararéttindarisa.“
RIP to the legendary Hugh Hefner! I'm so honored to have been a part of the Playboy team! You will be greatly missed! Love you Hef! Xoxo
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) September 28, 2017
Hugh Hefner was a GIANT in publishing, journalism, free speech & civil rights. He was a true original, and he was my friend. Rest well Hef. pic.twitter.com/bJ1wxoK4gR
— Larry King (@kingsthings) September 28, 2017