Kosningamál María Bjarnadóttir skrifar 29. september 2017 07:00 Miðað við ástæður þess að boðað hefur verið til kosninga hlýtur tími alvöru stjórnmálaumræðu um upprætingu kynferðisbrota í þessu samfélagi loksins að vera kominn. Stjórnvöld þurfa að aðstoða við að koma í veg fyrir að kynferðisbrot eigi sér yfirhöfuð stað. Það er gert með forvörnum og fræðslu yfir langan tíma, ekki einskiptisaðgerðum og átaksverkefnum. Þetta krefst fjármagns og vinnu. Þau þurfa að tryggja virk réttarúrræði og að réttarvörslukerfið sé í stakk búið til þess að takast á við svona brot. Það krefst líka fjármagns úr sameiginlegum sjóðum. Þau þurfa að taka sig á í stuðningi við þá sem verða fyrir kynferðisbrotum hvort sem sakfellt er í málum eða ekki. Það gerist með aðgangi að sálfræðingum og almennri viðurkenningu á því hversu alvarlegar og margþættar afleiðingar kynferðisbrota geta verið. Þetta kostar líka pening og breyttan hugsunarhátt. Svo, eins og komið hefur fram undanfarið, þurfa stjórnvöld að huga að því hvað taki við hjá brotamönnum eftir að þeir taka út refsingu. Hvað á að gera við dæmda kynferðisbrotamenn? Eiga þeir ekki að eiga tækifæri til að endurbyggja sitt líf? Hvers vegna hefur ekki verið brugðist við margítrekuðu kalli um aukið fjármagn til sálfræðimeðferðar fanga? Af hverju er ekki löngu búið að taka til meðferðar frumvarpið um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum sem hafa verið metnir hættulegir barnaníðingar? Rökin fyrir því að stjórnvöld taki kynferðisofbeldi alvarlega eru ekki bara persónuleg. Þau eru líka samfélagsleg, fjárhagsleg og efnahagsleg. Stjórnmálin hljóta að hafa áttað sig á því núna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun
Miðað við ástæður þess að boðað hefur verið til kosninga hlýtur tími alvöru stjórnmálaumræðu um upprætingu kynferðisbrota í þessu samfélagi loksins að vera kominn. Stjórnvöld þurfa að aðstoða við að koma í veg fyrir að kynferðisbrot eigi sér yfirhöfuð stað. Það er gert með forvörnum og fræðslu yfir langan tíma, ekki einskiptisaðgerðum og átaksverkefnum. Þetta krefst fjármagns og vinnu. Þau þurfa að tryggja virk réttarúrræði og að réttarvörslukerfið sé í stakk búið til þess að takast á við svona brot. Það krefst líka fjármagns úr sameiginlegum sjóðum. Þau þurfa að taka sig á í stuðningi við þá sem verða fyrir kynferðisbrotum hvort sem sakfellt er í málum eða ekki. Það gerist með aðgangi að sálfræðingum og almennri viðurkenningu á því hversu alvarlegar og margþættar afleiðingar kynferðisbrota geta verið. Þetta kostar líka pening og breyttan hugsunarhátt. Svo, eins og komið hefur fram undanfarið, þurfa stjórnvöld að huga að því hvað taki við hjá brotamönnum eftir að þeir taka út refsingu. Hvað á að gera við dæmda kynferðisbrotamenn? Eiga þeir ekki að eiga tækifæri til að endurbyggja sitt líf? Hvers vegna hefur ekki verið brugðist við margítrekuðu kalli um aukið fjármagn til sálfræðimeðferðar fanga? Af hverju er ekki löngu búið að taka til meðferðar frumvarpið um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum sem hafa verið metnir hættulegir barnaníðingar? Rökin fyrir því að stjórnvöld taki kynferðisofbeldi alvarlega eru ekki bara persónuleg. Þau eru líka samfélagsleg, fjárhagsleg og efnahagsleg. Stjórnmálin hljóta að hafa áttað sig á því núna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun