Björn Leó nýtt leikskáld Borgarleikhússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 18:30 Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur valdi nýtt leikskáld Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið/Kristín Edda Gylfadóttir Björn Leó Brynjarsson hefur verið valinn nýtt leikskáld Borgarleikhússins fyrir leikárið 2017 til 2018. Tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu í dag að því er segir í fréttatilkynningu frá leikhúsinu.Björn Leó Brynjarsson við athöfnina í Borgarleikhúsinu í dag.Borgarleikhúsið/Kristín Edda gylfadóttirBjörn Leó tekur við af Sölku Guðmundsdóttur en meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó mun vinna að nýju leikriti sem stefnt er að því að setja upp í Borgarleikhúsinu leikárið 2018 til 2019. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur velur leikskáld Borgarleikhússins. Um fyrri störf Björns Leós segir í tilkynningu:Björn Leó Brynjarsson er fæddur árið 1985. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 2005 og B.A. prófi í Fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Hann hefur m.a. starfað sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Pipar, skrifað pistla fyrir Víðsjá og verið stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C, Landspítala.Björn Leó var meðlimur í stjórn Stúdentaleikhússins, stofnmeðlimur „action-leikhús-hópsins“ Cobra Kai, þá hefur hann skrifað og leikstýrt m.a. verkinu Tranturinn og hnefinn auk þess að vera meðhöfundur og aðstoðarleikstjóri verksins Petra í uppsetningu Dansaðu fyrir mig sem sýnt var á Lókal 2014 og leiklistarhátíðinni í Tampere 2015. Hann skrifaði og leikstýrði verkinu Frami árið 2015 sem sýnt var í Tjarnarbíó og vakti mikla athygli áhorfenda og gagnrýnenda. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Björn Leó Brynjarsson hefur verið valinn nýtt leikskáld Borgarleikhússins fyrir leikárið 2017 til 2018. Tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu í dag að því er segir í fréttatilkynningu frá leikhúsinu.Björn Leó Brynjarsson við athöfnina í Borgarleikhúsinu í dag.Borgarleikhúsið/Kristín Edda gylfadóttirBjörn Leó tekur við af Sölku Guðmundsdóttur en meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó mun vinna að nýju leikriti sem stefnt er að því að setja upp í Borgarleikhúsinu leikárið 2018 til 2019. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur velur leikskáld Borgarleikhússins. Um fyrri störf Björns Leós segir í tilkynningu:Björn Leó Brynjarsson er fæddur árið 1985. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 2005 og B.A. prófi í Fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Hann hefur m.a. starfað sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Pipar, skrifað pistla fyrir Víðsjá og verið stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C, Landspítala.Björn Leó var meðlimur í stjórn Stúdentaleikhússins, stofnmeðlimur „action-leikhús-hópsins“ Cobra Kai, þá hefur hann skrifað og leikstýrt m.a. verkinu Tranturinn og hnefinn auk þess að vera meðhöfundur og aðstoðarleikstjóri verksins Petra í uppsetningu Dansaðu fyrir mig sem sýnt var á Lókal 2014 og leiklistarhátíðinni í Tampere 2015. Hann skrifaði og leikstýrði verkinu Frami árið 2015 sem sýnt var í Tjarnarbíó og vakti mikla athygli áhorfenda og gagnrýnenda.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira