Fótbolti

Bendtner fór í gang eftir að Matthías meiddist | Náði Íslendingnum loks í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Vísir/Getty
Danski framherjinn Nicklas Bendtner hefur verið í stuði að undanförnu með norska liðinu Rosenborg en hann var með mark og stoðsendingu í 3-1 sigri á Vardar í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Bendtner skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og átti síðan stoðsendinguna þegar Rosenborg komst í 3-0 í leiknum.

Bendtner hefur þar með skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum Rosenborg í öllum keppnum sem norska liðið hefur unnið alla og með markatölunni 9-1.



Það var talsvert gert úr því í Noregi í sumar þegar Matthías Vilhjálmsson var að skila fleiri mörkum en Nicklas Bendtner þrátt fyrir að koma oftar en ekki inn af bekknum.

Matthías skoraði 15 mörk og gaf 6 stoðsendingar í deildar- og bikarleikjum  með Rosenborg á þessu tímabili.

Tímabilið endaði hinsvegar snemma hjá Íslendingum vegna meiðsla og það lítur út fyrir að Bendtner hafi farið í gang þegar hann var laus við samkeppnina frá Matthíasi.

Nicklas Bendtner hefur alls skorað 6 mörk í 5 leikjum í öllum keppnum eftir að Matthías meiddist. Rosenborg hefur unnið fjóra þeirra og markatalan í sigurleikjunum fjórum er 11-1.

Markið hans í gær var númer 16 á tímabilinu í öllum keppnum og er er hann því búinn að jafna Matthías sem skorað 16 mörk í deild (7), bikar (8) og Evrópukeppni (1) áður en hann meiddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×