Opnuðu sýninguna með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2017 14:04 Magnea Einarsdóttir, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir og Anita Hirlekar. Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. Verk Áslaugar tvinnast þar saman við vörur fatahönnuðanna Anitu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur í verslun og sýningarrými hönnuðanna við Garðastræti 2. Sýningin stendur til 23. nóvember. Á sýningunni Bygging – skúlptúr - teikning sýnir Áslaug röð tvívíðra verka, myndir dregnar upp í anda módernískrar fagurfræði. Í verkum sýningarinnar leikur Áslaug sér með pósitífur og negatífur, léttleika og þyngd, form og liti. Línuteikningar sem teikna upp hugmynd af þrívíðum strúktúrum með vísun í höggmyndalist og arkitektúr. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Síðasta einkasýning hennar, Yfirborð, var í Hverfisgallerí árið 2014. A. M. Concept Space er konsept verslun og sýningarrými fata- og textílhönnuðanna Anítu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur þar sem vörur beggja hönnuða eru til sölu. Konsept verslunarinnar er samtal hönnuðanna sem báðar leggja áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni en nálgun þeirra er gjörólík. Reglulega fá hönnuðirnir til liðs við sig þriðja listamanninn eða hönnuðinn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt, hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. Verk Áslaugar tvinnast þar saman við vörur fatahönnuðanna Anitu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur í verslun og sýningarrými hönnuðanna við Garðastræti 2. Sýningin stendur til 23. nóvember. Á sýningunni Bygging – skúlptúr - teikning sýnir Áslaug röð tvívíðra verka, myndir dregnar upp í anda módernískrar fagurfræði. Í verkum sýningarinnar leikur Áslaug sér með pósitífur og negatífur, léttleika og þyngd, form og liti. Línuteikningar sem teikna upp hugmynd af þrívíðum strúktúrum með vísun í höggmyndalist og arkitektúr. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Síðasta einkasýning hennar, Yfirborð, var í Hverfisgallerí árið 2014. A. M. Concept Space er konsept verslun og sýningarrými fata- og textílhönnuðanna Anítu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur þar sem vörur beggja hönnuða eru til sölu. Konsept verslunarinnar er samtal hönnuðanna sem báðar leggja áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni en nálgun þeirra er gjörólík. Reglulega fá hönnuðirnir til liðs við sig þriðja listamanninn eða hönnuðinn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt, hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira